Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 16
12 TÍMARIT V. F. í. 1922. og er Spákonufellseyja notuð sem hluti þar af, beyg- ist garðurinn í suðaustur og endar í garðhaus á 5,0 m dýpi. Milli lands og Spákonufellseyjar er gert ráð fyrir uppfyllingu upp í hæð 2,0 m fyrir vöru- geymslu, geymsluhús o. fl., að stærð um 1,5 ha að eyjunni meðtalinni. Að utanverðu er öldubrjótur úr höggnu grjóti. Hafnararmurinn hefst við suðurodda eyjarinnar og er 230 m langur. Ofan af sjálfri eynni er sprengt til þess að jafna hana, en svolítil brún, 1,0 m há, er skilin eftir sem öldubrjótur. Bátabryggju úr staurum reknum niður, 65X5 m, er gert ráð fyrir meðfram innanverðri eynni. Yst við garðinn er gert ráð fyrir 30 m langri, 8 m breiðri hafskipabryggju, úr steypukössum, á 5,0 m dýpi. Gert er ráð fyrir annari bátabiyggju við Hólanes: steypugarður fr.á landi út í lítið sker utan við ströndina, og bátabryggja úr trje þar utan við. Kostnaðurinn við þessi mannvirki er ráðgerður: Uppfyllingin, hafnargarðurinn, garðhausinn, hafskipabryggja og bátabryggja...................kr. 741,500,00 Bátabryggja við Hólanes........— 40,000,00 alls kr. 781,500,00 En nánari grein er gerð fyrir mannvirkjum þess- um í áætlunum þeim, er ráðuneytinu hafa verið sendar um þessi mannvirki. 39. Blönduós, bl. XV. Hjer er ekki hægt að gera hafnargerð nema með ærnum kostnaði, og veldur Blanda, er rennur gegn um verslunarstaðinn, þar miklum óþægindum, auk þess sem staðurinn liggur opinn fyrir úthafinu og hafísnum, er af afli miklu rekur inn í Húnaflóa frá norðvestri og fylgir botni flóans frá vestri til austurs. Frá fornu fari hefir verið bátabryggja norðan við Blöndu, en verslunarstaðurinn er sunnan við ána. Bryggja þessi hefir bæði verið í skjóli við tanga, sem er nokkru norðan við hana, og svo ver Blanda hana fyrir ísnum, með því að reka hann nokkuð út frá ströndinni norðan við ósinn. Bryggja þessi er að vísu mjög illa farin nú, en hún hefir líka staðið í mörg ár og verið mikið notuð. — Nú á síðari árum hafa komið fram óskir um bryggju út frá verslunarstaðnum, sunnan við Blöndu og Geir Zoega verkfræðingur hefir gert áætlun um slíka bryggju (bl. XV). Hún er ráðgerð úr steinum 2 m breiðum og 1,45 m löngum, og sje 1,5 m dýpi við ytri enda hennar. Hún kostar um 70,000 krónur. Fje hefir nú verið veitt úr rikissjóði, bæði til þess að gera við gömlu bryggjuna og til þess að gera þá nýju, svo að nú eru líkindi til þess, að bæði mannvirkin komist í framkvæmd á næstu árum. 40. Kollafjörður. Kollafjörður er sunnan til í Húnaflóa vestanverð- um; þangað fór Kirk verkfræðingur, eftir sjerstök- um tilmælum frá Stjórnarráðinu, en hann hefir ekki látið eftir sig neitt skriflegt um þá för. En það var ekki svo mjög hafnargerð, sem lá á bak við þingsályktunina, eins og ósk um sjómælingu ut- an við fjarðarmynnið og um mælingu á leiðinni inn fjörðinn. Ástæður til þessa eru þær, að fund- ist hafa kaolinnámur (postulínsefni) í botni fjarð- arins, en til þess að unt væri að starfrækja þær, voru slíkar mælingar nauðsynlegar. — þó að þetta heyri í raun og veru ekki undir hafnarrannsóknirn- ar, gefur það þó ástæðu til að beina athygli að því, að dýptarmælingar eru mjög svo ófullkomnar í nær öllum vestur- og suðurhluta Húnaflóa. það væri mjög æskilegt, að þetta svæði væri sem allra fyrst mælt nákvæmlega og gerður af því heildar- uppdráttur. 41. paralátursf jörður. Fjörður þessi er norðan til við Húnaflóa vestan- verðan. þangað kom Kirk verkfræðingur sumarið 1919, en enga skriflega skýrslu hefir hann látið eftir sig um þá för, en hann lét það munnlega í ljós við mig, að staðhættir væru þar langt frá því hagfeldir til hafnargerðar, en í næstu fjörð- um, Norðurfirði, Ófeigsfirði og Reykjarfirði, væru frá náttúrunnar hendi góðar hafnir. þar við bætist að engin sjómæling er til af svæðinu utan við fjörð- inn, — eftir sjóuppdráttunum, sem til eru, eru þar eintómar klappir og sker. — það er algerlega gagns- laust að ráðgera hafnargerð á svona auðum og óbygðum stað, áður en nákvæm mæling af þessu svæði er til, þar sem sýnd væri -leiðin inn fjörðinn og leiðarmerki, og það því fremur sem fjörður þessi hefir enga kosti fram yfir suðlægari firðina, en inn á þá er auðvelt og gott að sigla. V e s t f i r ð i r. þar eru flestir firðir djúpir og hreinir og í þeim góðar hafnir frá náttúrunnar hendi, og er engin ástæða fyrir ríkið að kosta þar nokkru öðru til en vitalýsingu þeirri, er þurfa þykir. Hafskipabryggj- ur, bátabryggjur og þessháttar virðist sjálfsagt að hlutaðeigandi yfirvöld og kaupmenn láti gera. Utan þessara fjarða eru það aðeins 2 staðir, sem hafa verið rannsakaðii', þar eð þeir sökum legu sinnar virðast heppilegir til hafnagerða. Eru það Aðalvík og Bolungarvík. 42. Aðalvík, bl. XVI. Aðalvík er norðanvert við ísafjarðardjúp. þangað er iðulega leitað undan illviðrum og þá legið ann- aðhvort í Látravík, sem er í norðanverðri víkinni,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.