Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 19

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 19
TÍMARIT V. F. í. 1922. 14. Herdísarvík (lendingarbætur), 17. Eyrarbakki (garður), 18. Stokkseyri (bátabryggja). Á Suðurlandi austan Dyrhólaeyjar: 22. Vík (vegarbætur milli lendingar og kaup- staðar). 24. Hornafjörður (hafskipabryggja, garður og dýpkun). 28. Djúpivogur (garður). Á Norðausturlandi: 29. Skálar á Langanesi (garður). Á Norðurlandi: 84. Ólafsfjörður (bátabryggja), 86. Sauðárkrókur (garður), 29. Blönduós (bátabryggja). Á öðrum stöðum en þessum, er taldir hafa verið, álít jeg ekki að hægt sje að gera hafnarbætur. Kirk verkfræðingur hefir ekkert látið eftir sig um það, í hvaða röð hann vildi láta gera þessi hafna- 15 mannvirki, en það er víst, að hans hugsun var að byrjað væri á einni höfn á Suðurlandi — p o r 1 á k s- höfn, — einni við Húnaflóa eða Skagafjörð — Skagaströnd, — og einni við Snæfellsnes — Ólafsvík. — þessar þrjár hafnir, auk Vest- mannaeyja, taldi hann nauðsynlegastar, en jeg er á því, að ef hann hefði sjeð árangur mælinganna í Sandgerði, myndi honum þar hafa litist vel á til hafnargerðar. Síðar vildi hann láta gera smærri mannvirkin, svo sem í Grindavík, Raufarhöfn, Að- alvík og Bolungarvík, og ef til vill líka Njarðvík, Vogavík og Eyrarbakka, ef ástæður á þessum stöð- um breytist á þá leið, að nauðsyn þyki vera á hafn- argerðum. f þriðja lagi, en að nokkru leyti samtímis þeim áðurnefndu mannvirkjum, er svo ástæða til þess að framkvæma minniháttar mannvirkin, svo sem lendingabætur, garða, bátabryggjur o. þ. h. Reykjavík, í september 1921. T h. K r a b b e. Skrá yfir fylgiskjöl. Fylgiskjal 1. þingsályktun frá 12. ágúst 1915. ----- 2. Ýfirlit yfir beiðnir um rannsóknir, frumdrættir og áætlanir, er gerðar hafa verið. ----- 3. Brjef frá 25. júní 1920, til stjórnarráðs íslands, frá etatsráði N. C. Monberg. ----- 4. Skýrsla Kirk verkfræðings til stjórnarráðs íslands. ----- 5. Ýfirlit yfir helstu fiskistöðvar á íslandi, er Fiskifjelag íslands ljet cand. polyt. N. P. Kirk verkfræðing í tje, eftir beiðni hans. ----- 6. Útdráttur úr skýrslu frá fiskiráðunauti ríkisins, yfirkennara Bjarna Sæmundssyni, um fiskirannsóknir umhverfis Reykjanes. -----7. Skrá yfir uppdrætti, er fylgja hjei' með. HAFNARRANNSÓKNIR Fylgiskjal 1 stjórnarráðs íslands 1917—1921. Þingsályktun um rannsókn á hafnarstöðum og lendingum. (Afgreidd í Ed. 12. ágúst 1915.) Alþingi ályktar að skora á landsstjórnina, að láta hafnarverkfróðan mann, á næstu árum, skoða leiðir og' lendingar í helstu verstöðum landsins eða í nánd við þá, þar sem fiskiveiðar eru reknar haust og vetur, hvort eð er á smáum eða stórum bátum, og gera kostnaðaráætlanir um hafnargerðir og lendingabætur á þeim stöðum. Rannsóknir þessar skulu fara fram í samráði við Fiskifjelag íslands og samkvæmt áliti þess

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.