Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 23

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 23
TlMARIT V. F. I. 1922. 19 gerðir eftir þeim, sem sjálfsagt er að geyma í sjerstöku safni, sjókortasafni, svo að þeir, sem á því Þyrftu að halda, geti fengið afrit af uppdráttunum til afnota við siglingar um þau svæði. Jeg vil enn fremur taka það hjer fram, að það myndi verða mikið til hægðarauka og hjálpar við mælingarn- ar> ef á þeim stöðum, sem æskt er rannsókna eða hafnarvirkja, væri sjeð um, að setja merki, annað- hvort högg-vin í klappir, eða skorin í staura, sem reknir væru niður eða þ. h., er sýndu við stórstreymi 1 kyrru v e ð r i, sjó, flóðfar og fjöruborð, svo og að mældur sje mismunur flóðs og fjöru í stór- straumi. Áætlanir og verðlag. Svo sem jeg hefi áður minst á, gat jeg á ferðalögum mínum aðeins gert slíkar lauslegar mælingar og rannsóknir, sem nægt gátu til þess að áætla útgjöldin hjer um bil, og má því aðeins skoða þær upphæðir, sem jeg tilfæri síðar meir, aðeins til yfirlits, því að vel má vera, að við mælingarnar komi í ljós, að breyta þurfi efnisútreikningunum og þar með áætlunarupp- hæðunum að mun, þó ekki meir en það, að áætlunin mun nálægt sanni, og virðist það vera nægilegt á þessu stigi málsins. Um verðlag það, sem miðað er við í áætlunum mínum, skal það tekið fram, að mjer virtist það algerlega óábyggilegur grundvöllur að miða verðlag við það, sem var fyrir ófriðinn, þar eð þesS er naumast að vænta, að það í náinni framtíð verði svipað aftur. Mjer virtist líka vafasamt að miða við núverandi verðlag, þar eð ætla má, að það haldist ekki lengi að ófriðnum loknum. En af því að jeg býst ekki við að byrjað verði á neinum þessara fyrirtækja fyr en lokið er því ástandi, er ófriðurinn hefir skapað, og nokkurn veginn sanngjarnt verðlag er á efni öllu, þá hefi jeg lagt eftirfarandi verðlag til grundvallar: Sement.........................kr. 25.00 tn. Trjáviður......................— 4.00 f3 Járn...........................— 400.00 smál. Kol............................— 70.00 smál.*) Vinnulaun hefi jeg reiknað eftir núverandi kaupgjaldi, þar eð þess er ekki að vænta, að það breytist að*mun, þó að nokkurn veginn fljótlega takist að ganga frá friðarsamningunum. — En sökum þess, að það er alveg ómögulegt að segja nokkuð ákveðið um þetta, verður það líka til þess, að ekki má skoða áætlanirnar nema til yfirlits eða samanburðar. Lendingar og hafnir. Svo jeg snúi mjer að sjálfu málefninu, þá vil jeg taka það fram, að á þeim stöðum, þar sem aðeins er um það að ræða að styðja fiskveiðar á þeim eina stað, þá muni ríkið, að minni hyggju, láta sjer nægja að lána þangað áhöld og ef til vill verkstjóra, eða annan yfirmann, er veitt geti verkfróða aðstoð og að nokkru borið ábyrgð á, að verkið sje þannig af hendi leyst, að telja megi það forsvaranlegt, svo að ekkert verðmæti fari forgörðum sökum óhyggilegra ráðstafana. þegar litið er á framfarir þær, sem á seinustu árum hafa átt sjer stað á fiskveiðum kring um strendur landsins, og tillit er tekið til þess, að þess má vænta, að útgerðarkostnaður hafi stigið, og held- ur sennilega áfram að stíga á næstu árum, og þar eð vinnulaunin hafa stigið svo geysilega nú á síðustu árum, þá má búast við því, að fiskveiðar á opna báta aukist ekki í framtíðinni, þar eð það muni borga sig betur fyrir þá, er ekki stunda að staðaldri fiskveiðar, að kaupa þann fisk, er þeir þurfa til heim- ilisn'ota, af þeim, er stunda fiskveiðar í stónim stýl, togurum eða mótorskipum. Af þessum ástæðum er *) það skal tekið fram, að ofanskráð cr ritað í janúar 1919, en 1919—’20 varð mikil verðhækkun. í öllum cftirfarandi áætlunum er þvi, eftir ástæðum, miðað við eftirfarandi efnis- og vinnuverðlag: Stórgrýti...............................8—15 kr. m3 IJppfylling úr möl og smálinullungum 1 — m3 Múrhleðsla.............................. 60—80 — m3‘ Steinsteypa................................ 80 — m3 Járnbend steinsleypa................ 250—300 — m3 Steinaröðun................................. 8 — m2 Trjáviður........................... 200—250 — m3 Jám....................................... 800 — smál. Sement..................................... 40 — tn. En vafalaust má vænta þess, að þetta verðlag lækki aftur, enda þegar farið til þess; má því ekki binda sig um of fast við áætluðu upphæðirnar, en hafa þier aðeins til samanburðar á mannvirkjunum. Th. Krabbe.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.