Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 26

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 26
22 TÍMARIT V. F. í. 1922. vík með sinni hreinu innsiglingu komið að góðu gagni, þar eð hún liggur í miðju fiskisvæðinu, og þangað myndu mótorbátar leita, til þess að hafa góða legu. Hepnaðist að verja landhelgi hjer í flóan- um svo, að bátar gætu í friði stundað veiðar, og botnvörpuskipin fældu ekki allan fisk af miðum, þá myndi höfn í Njarðvík eiga góða framtíð. V o g a r eru einnig örugg höfn, nema í vestan- og norðvestanveðrum, en innsigling er óhrein að austanverðu (G e 1 d i n g a r n i r), og svo eru Vogar talsvert meira úr leið fyrir báta, sem koma frá djúpmiðum. Frá Vogum að Vatnsleysu eru aðeins varir fyrir báta, en á Vatnsleysu er lega fyrir mótorbáta, en hún er þó opin fyrir norðaustanvindum. Fiskiveiðar eru á þessum tímum stundaðar við Faxaflóa: Vetrarvertíð frá 1. jan. til 12. maí. Vorvertíð frá 12. maí til 24. júní. Haustvertíð frá 29. sept. til jóla. Tíminn frá Jónsmessu til rjetta fer að miklu leyti í heyannir, fiskþurkun og aðrar búsýslur hjá svo mörgum, að róðrar þann tíma geta ekki kallast almennir, þótt einstaka menn rói, og þann tíma hafa mótorbátar hinir stærri búið sig til síldveiða og stundað þær, en þar eð þetta tvö undan- farin ár hefir reynst fjárhættuspil, þar sem alt verður að gerast á 2 mánuðum, með afardýrum veið- arfærum, þá getur það þó farið svo, að mönnum blöskri áhættan og reyni á annan hátt að ná síld- inni, t. d. með reknetum, sem eru ódýrari en hinar miklu vörpur, og reknetaveiði má stunda frá því síðast í apríl til septemberloka, og myndi hún byrja í Faxabugt; ný síld myndi þá fáanleg til beitu, og það gæti glatt fiskveiðar hjá bátum. Tala býla í Höfnum 1916 var 13. Tala býla á Miðnesi 1916 var 47. Tala býla í Garði 1916 var 38. Tala býla í Keflavík 1916 var 18. Tala býla á Vatnsleysuströnd 1916 var 59. (Ræktað land). Mannfjöldi Kjalarnesprófastsdæmis um 41/2 þús. Mannfjöldi Reykjavíkur um 15—16 þús. Mannfjöldi Hafnarf j arðar um 18 hundruð. Hvað tölu báta í hinum ýmsu veiðistöðum viðvíkur, þá er örðugt að skýra frá henni, t. d. í fyrra, 19 17, var einn mótorbátur og enginn róðrarbátur í Hafnarfirði, í ár eru þeir yfir 3 0, og í Reykjavík um 110. þessu verður haldið úti næsta veiðitíma, og heldur útlit fyrir að talan fari vaxandi, þangað til eitthvað það kemur fyrir, sem eyðileggur veiðar, t. d. botnvörpuveiðar í land- helgi, mikill niðurburður og þar af leiðandi sýnilegur halli við slíka útgerð. I Gullbringusýslu munu nú vera um 160 mótorbátar (undir 12 tonn), og róðrarbátar, a u k Reykjavíkur, sem 1917 hafði 57 skip stærri en 12 smálestir. Skarð í þá tölu kom þó um haustið, þegar 10 stórbotnvörpuskip voru seld, eníár hafa einnig bætst við 4—5 nýir mótorbátar og 2 kúttarar keyptir frá Færeyjum, og eins og áður er sagt, var rúmu hundraði róðrarbáta haldið út til veiða í vetur og vor. í fyrra voru talin í Gullbringu- og Kjósarsýslu um 14 skip stærri en 12 tonn. Á A k r a n e s i, sem telst til Mýra-og Borgarfjarðarsýslu, eru fiskiveiðar stundaðar af kappi bæði á mótorbátum og róðrarbátum, og má telja 4 mótorbáta, stærri en 12 tonn, Trá Akranesi, og 2 nýja mótorbáta frá Borgarnesi, sem án efa munu hafðir til fiskveiða í náinni framtíð, þótt þeir sigli nú sem vöruflutningaskip. • Ýtri og innri Akraneshreppar hafa 51 býli (ræktað iand). Akumesingar hafa lengi verið álitnir hinir mestu sjósóknarar við Faxaflóa, enda mun ekkert sjópláss við flóann hafa orðið fyrir öðnim eins sjóslysum og mannamissi í sjóinn, sem Akranes. Lending hefir þótt þar ill og ýmsar áætlanir hugsaðar um lendingabætur, og nú er þar reistur viti. Krossavík er aðallega fyrir skip; má það heita sæmileg höfn í vindum frá V — N — A, en í austan, suðaustan og sunnanveðrum er legan hættuleg skipum. í Borgarfjarðarprófastsdæmi eru um 2V2 þúsund manna. — Akurnesingar fylgja vertíðaskiftum annara veiðistaða við flóann. þeir halda til með báta sína í Sandgerði á vetrar- vertíð, og byrja því veiðar rjett eftir nýár, en er fram á líður, hafa þeir róið að heiman, þótt um tíma róðrar nálega legðust niður, þegar útlensk botnvörpuskip fiskuðu við landsteinana hjá þeim og fældu burtu þann fisk, sem þeim kom að gagni sem verslunarvara. En nú eru róðrar á opnum bátum aftur

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.