Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 27

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 27
TÍMARIT V. F. í. 1922. 23 stundaðii' af kappi, og við róðra þessara manna eru fiskisæl mið í flóanum kend og kölluð Akurnes- iftgamið. Er Akranesi og Borgarfirði sleppur, tekur við hin alþekta og illræmda M ý r a b u g t. Myndar hún breiðan fjörð eða flóa inn og austur úr Faxaflóa. í Mýrabugt er afar skerjótt, og skipatjón °g mannskaðar hafa þar oft orðið, og þau slys, er þar urðu í aprílveðrinu 190 6, munu flestum Tinnisstæð, og auk þeirra vita menn um nokkur frönsk fiskiskip, er þar hafa farist með allri skipshöfn. Verslunarstaður er Skógarnes, og er sigling til þess staðar aðeins hent kunnugum mönnum. Á svæðinu frá A k r a n e s i að B ú ð u m er því engin fiskveiðistöð, sem getur komið hafnar- málum landsins við. — Sunnanvert í mynni Mýrabugtar er þormóðssker nokkurskonar miða- merki, sem bendir á hvar hættan byrji. Búðir í Staðarsveit er gamall verslunarstaður, og voru þangað talsverðar siglingar áður fyr, en nú er verslun þar minni, og flutningaskip koma þar sjaldan. Vöruskip voi*u áður fermd og af- fermd í B ú ð a ó s. Flutu þau upp í ósinn um stórstreymisflóð og stóðu á þurru um fjöru. Nú stunda veiðar frá B ú ð u m 2 mótorbátar, frá S t a p a 1, og frá H e 11 n u m litlir róðrarbátar vor og sumar. Veiðitíminn á þessum stöðum byrjar um miðjan apríl og róðrar eru stundaðir frá þeim tíma þangað til veður fer að versna á haustin. Bátar þaðan hafa þó farið til Suðurnesja til veiða á vetrarvertíð. — Á svæðinu frá Búðum að Staðastað eru sandar miklir; hefir þar verið og er talsverður reki, og fyrir utan þá strandlengju er að sögn mikið af hrognkelsum, en sú veiði hefir þar lítið verið stunduð. Á strandlengjunni frá Lóndröngum að Öndverðarnesi er Dritvík, sem áður var útræði með mörgum skipum og verbúðum. Um þá vík er það að segja, að skjól er þar gott og sjó- laust er inn er komið í flestum áttum, og dregur rif það, er liggur um 750 metra í SV t. S frá annesi víkurinnar, töluvert úr haföldunni. Á þessu rifi brýtur þegar sjó leggur að landinu. Frá Bervík og Lóni er sjór lítið stundaður. þetta er hið helsta sem hægt er að segja í stórum dráttum um Faxaflóa. Hjer er aðeins lýst því helsta. Hvernig útgerð verður eftir stríðið, er ekki mönnum ljóst. Að erlend skip stundi veiðar í stórum stíl má telja víst, og það verður til þess, að opnu bátarnir hafa ekki veiðarfæri í friði og að fiskur verður tregari, og af því leiðir, að hinir mörgu opnu róðrarbátar, sem nú stunda veiðar, verða að hætta. Botnvörpuskipin munu keypt undir eins og hægt er að fá þau, og eflaust fleiri en seld voru, og ýmsar breytingar munu verða hjer, sem enginn veit um og engan grunar. Faxaflói er hjer tekinn frá Reykjanesi að öndverðarnesi, en hin rjettu tak- mörk hans er svæðið fyrir austan línu, sem dregin er frá Garðskaga að Malarrifi undir Jökli. Breiðif jörður. Vestfirðir að Kálfshamarsvík. Á strandlengjunni frá Ö n d v e r ð a r n e s i að R i f i er verslunarstaðurinn Hellisandur eða S a n d u r, sem um leið er útræði. Sandur og Keflavík liggja saman fyrir opnu hafi. í sunnanáttum er þar sjólaust, en hafrót mikið og brim í hafáttum. Bátavarir eru á báðum stöðunum, og af þeim þykir Kef lavík betri lendingarstaður. í útsynningum er stundum hleypt inn fyrir R i f og alla leið til Ó 1 a f s v í k u r. þegar tillit er tekið til legu veiðistöðva þessara og þess, að sjór er þar stundaður mikinn hluta ársins, þá hafa þó slys og mannamissir í sjóinn ekki verið mikill. Kemur þetta og til af því, að ilt er að komast þaðan út, þegar hafrót er og veður er í aðsigi, sem sjómenn stundum ekki gefa gætur að, begar róið er. Flestir eru bátar frá Sandi róðrarbátar. Mótorbátar hafa verið þar einn eða tveir, en ilt að hemja þá á floti, og setningur eftir hvern róður ógerningur. — í þessum hrepp, sem nefndur er Neshreppur utan Ennis, eru 30 bátar. Oft hefir verið talað um R i f og R i f s ó s, og að þar mætti endurbæta svo hina gömlu veiðistöð, að öllum útveg á nesinu væri borgið, en sjórinn hefir af- tagað þær svo, frá því sem áður var, að slíkar umbætur munu kosta of fjár, sjeu þær framkvæman- iegar. Fyrir framan lendinguna á Sandi er stórgrýti og þari. Mið þar fyrir utan eru fiskisæl, en þar, súns og víðar, fældu botnvörpuskipin fisk af miðum, meðan þau voru hjer í algleymingi, og voru þau tíðum í landhelgi fyrir framan S a n d og inn undir E n n i (Ólafsvíkur-Enni). Ó 1 a f s v í k u r-v e r s 1 u n a r s t a ð u r hefir að fornu og nýju verið sjópláss mikið, og þótt höfn ^e þar slæm í norðlægum vindum, þá er brim við ströndina ekki eins afskaplegt og vænta mætti. eniur það al' því, að höfnin er grunn, og grynkar jafnt upp að landi, svo að mestur kraftur öldunnar er úof'naður, er hún brýtur við ströndina. Slys í lendingu þar eru fátíð eða engin, en brim þar getur

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.