Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1922, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1922, Blaðsíða 7
TÍMARIT V. F. I. 1922. 57 ir stjórn N. C. M o n b e r g-s. Var aðallega unnið að því að endurbæta og tryggja Hringskersgarð- inn með því að setja út alla leið utan með honum steinsteypta kassa og steypa fláa frá þeim upp á garðsbrún; í garðsendann voru settir út nokkrir stórir kassar og að nokkru leyti steypt milli þeirra. Á komandi sumri stendur til að fullgera þennan garð, sjerstaklega garðsendann, og ganga svo eins frá Hörgeyrargarðinum. — Árið 1921 var kostað til verksins kr. 516986.84, og hafði þá hafnargerð- in um síðustu áramót kostað alls kr. 1020986.08, en búast má við að h. u. b. 300000 kr. bætist við áð- ur en höfnin er fullgerð. Th. Krabbe. 4. Símar. Á árinu 1921 voru lagðar nýjar símalínur, o. fl. eins og hjer segir: 1. Línan Reykjavík—Borðeyri var fullgerð með 4 mm koparvír frá Borgarnesi til Borðeyrar, og um leið var búin til „huldulína“ milli Reykjavíkur og Borðeyrar úr tveim þeirra lína, sem liggja milli nefndra stöðva, þannig að nú eru 4 línur milli Reykjavíkur og Borðeyrar. 2. Koparlínan Kalastaðakot—Grund í Skorradai var flutt yfir á stauraröðina Kalastaðakot—Voga- tunga—Borgarnes, í sambandi við hinn nýja tvö- falda sæsíma, sem liggur yfir Hvalfjörð, og hina tvo sæsíma, sem liggja frá Seleyri að Borgarnesi og voru lagðir árið 1920. 3. Talsímalína úr 4 mm járnvír var lögð frá Blönduósi að Kálíshamarsvík. •4. Ný talsímalína úr 4 mm járnvír var strengd frá Grund í Skorradal að Norðtungu á gömlu stauraröðinni. 5. Ný talsímalína úr 3 mm jámvír var strengd frá Hábæ í Vogum að Keflavík á gömlu staura- röðinni. 6. í Vestmannaeyjum var lagður neðanjarðar- sími fyrir 150 notendur, sömuleiðis á Isafirði fyrir 140 notendur og í Reykjavík fyrir 180 notendur. 7. Jarðsími var lagður yfir Haugsfjall, 6 km. 8. Loftskeytastöðvar voru settar upp á Isafirði, Hesteyri og í Vestmannaeyjuin. 9. Ný miðstöðvarborð vóru sett upp á Akureyri (300 nr.), í Vestmannaeyjum (120 nr.), á Siglu- firði (100 nr.), í Borgarnesi (50 nr.), á Sauðár- króki (50 nr.), og auk þess voru sett upp ný borð á Borðeyri og ýmsum smærri stöðvum. Flestar línurnar voru vandlega athugaðar og gert við þær. Landssíminn keypti innanbæj arsímann á Ilúsavík og ennfremur eignaðist hann hús í Vest- mannaeyjum og á Siglufirði. Nýjar landssímastöðvar voru opnaðar á Skaga- strönd, HöskuldSstöðum, Örlygsstöðum, Kálfsham- arsvík, Dalsmynni, Króki, Vármalæk, Síðumúla, Bæ í Hrútafirði og Hesteyri. Um síldveiðitímann var sett upp loftskeytastöð í Árnesi í Trj ekyllisvík. Reykjavík 3. júní 1922. O. Forberg. 5. Vitar. Á árinu 1921 voru reistir nýir vitar á G j ö g r i við Reykjarfjörð á Húnaflóa, á Vatnsnesi við Keflavík við Faxaflóa, og í Sandgerði, en vit- arnir á Arnarnsei við Isafj örð og í E 11 i ð a- e y á Breiðafirði, voru bygðir upp að nýju. G j ö g u r v i t i n n. Vitabyggingin er 20 m há járngrind með logsoðnu ljóskeri, hvorttveggja smíð- að af hf. Hamar. Vitaáhöldin eru Dalén-ljóstæki með glóðarneti og 3. fl. Katadioptriskri ljóskrónu frá hf. Gasaccumulator í Stokkhólmi. Vitinn sýnir 4 blossa á 30 sek. bili, hvítt, rautt og grænt ljós, og er ljósvídd hvíta ljóssins 20 sm. Grind og ljós- ker var smíðað 1920, en vitinn settur upp 1921, og hefir hann kostað alls kr. 111885.67. Vatnsnesvitinn. Vitabyggingin er 5,5 m hátt, ferstrent steinsteypuhús með steyptu ljóskeri frá S. H. Lundh & Co. í Kristianíu, 6. fl. Ijóskrónu frá Barbier, Bénard & Turenne í París, en ljóstæk- in eru síbrennandi olíutæki frá vitastjórninni sænsku og sýna hvítt, rautt og grænt ljós með myrkvum. Hvíta ljósið sjest 6 sm. Hann hefir kost- að ca. 8000 kr., og er settur upp á kostnað hrepps- fjelagsins með styrk úr ríkissjóði og Fiskifjelaginu, en ríkið tekur rekstur hans að sjer. Sandgerðisvitinn. Vitabyggingin er 9 m hár steinsteyptur turn í sambandi við fiskipakkhús II. Böðvarssonar, logsoðið Ijósker, smíðað í verk- stæði brúargerðanna. Vitaáhöldin eru AGA-ljóstæki með opnum brennara og 5 fl. ljóskrónu frá hf. Gasaccumulator. Hann sýnir langan blossa, hvítan, rauðan og grænan á hverjum 6 sek. Hvíta ljósið sjest 11 sm. Kostnaðurinn við vitann hefir orðið um 25000 kr. A r n a r n e s v i t i n n, sem var bygður fyrst 1902, var orðinn úreltur og húsið farið að skemm- ast af fúa, og var því nýr viti settur upp. Vitahús- ið er 3 m há, timburklædd jámgrind og logsoðið Ijósker, smíðað í brúargerð ríkisins. Vitaáhöldin eni Dalén-ljóstæki með glóðarneti og 4 fl. Katadiop- triskri ljóskrónu frá hf. Gasaccumulator í Stokk- hólmi. Sýnir hann nú einblossa á 10 sek. bili, hvítt, rautt og grænt ljós, og er ljósvídd hvíta ljóssins 14,5 sm. Hann hefir kostað um 26000 kr. Elliðaeyj arvitinn var einnig bygður 1902, en þurfti að endurnýjast. Nýi vitinn er á 10 m hárri járngrind með logsoðnu ljoskeri, smíðað í brúargerð ríkisins. Vitaáhöldin eru samskonar og á Arnarnesi og einkennið hið sama, en Ijósvídd hvíta ljóssins er 18 sm. Hann hefir kostað um 36800 kr. Th. Krabbe.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.