Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 3 AB flokki, blóð af hinum flokkunum öllum (universal recipient). Þetta skyldi þó ekki stundað, en ef ekki er AB blóð til, má helzt gefa A blóð, þar sem anti-A er oftast sterkara mótefni, en anti-B. Sízt ætti að gefa O-flokk. Fljótlegasta aðferöin til að lagfæra mikið blóðleysi, í hverri mynd sem er, er blóðgjöf (transfusio sanguinis). Tilgangur blóðgjafa er eftirfarandi: 1. að auka blóðmagn sjúklings, t. d. við örar og miklar blæðingar, svo sem: þegar slys ber að höndum, erfiðar fæðingar og skurðaðgerðir, þegar skyndilegt eða ört blóð- tap ógnar lífi sjúklings. Einnig við langvarandi blóð- leysi etc. 2. að auka tölu rauðu blóðkornanna og þar með auka hæfni blóðsins til að flytja hinum ýmsu vefjum líkam- ans súrefni. 3. að bæta upp skort á ýmsum efnum í blóðinu, sem eru nauðsynleg fyrir storknun blóðsins, þar sem miklar blæð- ingar geta verið lífshættulegar, t. d. í hæmophilia afibrinogenæmia thrombocytopenic purpura icterus hypoplastic anæmia 4. að gera læknum kleift að ráðast í sérstakar skurðað- gerðir, þar sem búast má við miklu blóðtapi eða ef notuð er hjarta-lungavél við hjartaaðgerðir. Eins og vikið var lauslega að í byrjun, hefir uppgötvun blóðflokkanna og þar meðtöldum möguleikum á blóðgjöf- nm, sem ekki eru svo mjög hættulegar fyrir sjúklingana, stuðlað mjög að hinum stórstígu framförum á sviði skurð- lækninga á síðari árum. Blóðtap við aðgerðir er mjög mismunandi. Fer það bæði

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.