Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 7 Þegar gefið er blóð, sem sjúklingur ekki þolir, getur rnnað tveggja gerzt: 1) að rauðu blóðkorn blóðgjafans eyðileggist (leysist upp), eða 2) að blóðkorn sjúklingsins sjálfs eyðileggist. Og er hið fyrsta algengara. 1. Hæmolysis á blóðkornum blóðgjafa. Þetta getur gengið mjög fljótt fyrir sig, innan nokk- urra klukkustunda, en nokkur tími getur liðið, e.t.v. nokkrir dagar, þar til blóðkornin fara að leysast upp, svo nokkru nemi. Þegar sjúklingur fær slíkt blóð, er svörun hans undir því komin, hvers konar og hversu sterk mótefni hann hefir í sínu blóði. Ef serum hans inniheldur svokölluð hœmólysin, eyði- leggjast blóðkorn blóðgjafans mjög fljótt, en þegar það inniheldur sterk isoantibodies, en engin iso-hæmolysin, tekur leysing blóðkornanna lengri tíma. Innihaldi serum sjúklingsins veik mótefm, getur verið tímabil, eftir blóðgjöfina, þegar lítið eyðileggst af blóð- kornum, en eftir nokkra daga, þegar ný mótefni hafa myndast, eykst hæmolysis. Að síðustu má nefna, að sjúklingarnir geta myndað mótefni gegn mótefnavaka blóðsins, sem hann fær og tek- ur þetta nokkurn tíma, en þá geta hin nýmynduðu mót- efni valdið hæmolysis. 2. Hæmolysis á blóðkomum sjúklingsins sjálfs. Sem dæmi má nefna, ef blóð manns í O-flokki („uni- versal donor“), sem hefir kröftugt anti-A iso-agglutinin (háan titer), er gefið manni í A-flokki, verður hæmolysis á blóðkornum þess er fær blóðið. Hið sama gildir um háan anti-B titer gagnvart blóðþega í B-flokki. Hér má svo minnast á eftirköst eða seinni áhrif af iso- immunization, til þess að undirstrika, hversu mjög það er

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.