Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 18
12 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ og gamalmenni. Skyndileg aukning á blóðmagninu getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir hjartað: Bláæðaþrýst- ingurinn eykst og vinna hjartans eykst við það, að reka áfram hið hratt aukna blóðmagn, svo það getur hrein- lega gefist upp. Venjulegur rennslishraði hjá fullorðum manni er frá 100—200 ml á klukkustund. Með þeim hraða hefir það lítil sem engin áhrif á hjartað, þó að blóðmagnið kunni að aukast verulega. Ráðlegt er, að gefa sjúklingum með veikt hjarta blóð, sem plasmað hefir verið dregið ofan af (packed cells), til þess að minnka það magn, sem gefa þarf. Öðru máli gegnir auðvitað, þegar um miklar blæðingar er að ræða eða mikið tap hefir orðið á blóðmagninu. Þá verður að láta það renna hratt inn. Þá getur þurft að dæla því inn með þrýstingi, ef blóðið þarf að renna inn á mjög skömmum tíma. Er það gert á tvennan hátt aðal- lega: 1. með ytri þrýstingi, þegar umbúðir eru úr plasti. Þá er settur þrýstingur á plastumbúðirnar. 2. Með yfirþrýstingi á lofti í flöskunni: Lofti er dælt inn um loftnálina með smábelg og loftið látið reka blóðið á undan sér inn í sjúklinginn. Sá, sem dælir loftinu, má ekki víkja frá, nema hann taki þrýstinginn af flöskunni og eins verður að hleypa þrýstingnum af, áður en alveg er búið úr flöskunni, ella er lífi sjúklingsins hætta búin af völdum -ý. Loftemboli, sem hann fengi þá í ríkum mæli. Loftið færi um æðarn- ar til hjartans, og stöðvaðist í hægri hjartahelming og iungnaæðum (eða það lendir yfir í vinstra hjartahelming (paradoxical embolus)). (Einnig getur loft komist í æðarnar, þegar verið er að skipta um flöskur).

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.