Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 5
L J ÓSMÆÐR ABL AÐ.IÐ 31 Þá ber að geta þess að frú Stefanía fluttist til Nes- kaupstaðar árið 1945, og stundar þar ljósmóðurstörf til ársins 1962, er hún lætur af störfum vegna aldurs. Á þessum árum hjálpar hún í heiminn 780 börnum. Segist frú Stefanína hafa upplifað margt skemmtilegt á þessu tímabili, þó stundum hafi útlitið ekki verið bjart, er að var komið. Minnist hún sérstaklega tveggja fæð- inga, sem hún var læknislaus við. I annað skiptið var barnið í sitjandi stöðu og handleggur aftur fyrir og upp með höfði. Tókst henni að bjarga þessu barni lifandi í heiminn. I hitt skiptið var um tvíburafæðingu að ræða, og fæddist fyrra barnið í sitjandastöðu, en hitt var í skálegu. Með hjálp fæddust bæði börin lifandi. Á allri starfsævi frú Stefaníu hefur ein kona dáið úr blóðtappa og eitt barn í fæðingu vegna blæðinga. Að lokum segir frú Stefanía, að munur sé nú orðinn á fartartækjum þessa, og fyrri tíma. Kveðst hún oft hafa verið hætt komin á ferðalögum, á hestum, og einu sinni fór fylgdarmaður hennar niður um ís, en hún komst klakklaust yfir. Frú Stefanía hefur verið tvígift og eignast 5 börn og lifa fjögur þeirra, en menn sína hefur hún báða misst. Ásamt sínum búverkum og ljósmóðurstörfum hefur hún alltaf tekið virkan þátt í félagsstörfum á hverjum stað, sem hún hefur dvalið, og allir sem hafa kynnst henni segja: Hún er dugleg, glaðleg og hressileg í allri umgengni. Meðfylgjandi þessum einföldu setningum er svo lítið kvæði, sem lýsir vel konunni í starfinu, og vin- sældum hennar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.