Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐRABLAE)|IÐ 33 Aðalfundur sœnska Ijósmœðrafélagsins Framh. úr síðasta blaði. Þar var einnig drepið á tillögu, sem hefur komið fram í þinginu að fá sem flestar gangastúlkur á smánámskeið, og svo gætu þær tekið að sér störf hjúkrunarkvenna og ljósmæðra að töluverðu leyti, og einnig að heilsuverndar- hjúkrunarkonur færu á fjögurra mánaða námskeið í fæð- ingarhjálp, þá gætu þær tekið að sér starf umdæmisljós- mæðra. Þetta myndi bæta mikið úr ljósmæðra og hjúkrunar- kvenna skortinum, sem er í landinu. Ljósmæður og hjúkr- vinarkonur eru mjög á móti þessu, og telja, að þarna sé einungis hugsað um lægri launagreiðslur. Konur fái mikið lélegri hjálp en hver og ein barnshaf- andi kona á kröfu á að fá fyrir, í og eftir fæðingu, svo góða hjálp sem unnt er. Þær álíta, að 4. mánaða ljósmæðranám sé allt of stutt, þó að hjúkrunarnám sé að baki. Þær álíta einnig, að heilsuverndarhjúkrunarkona geti verið hættuleg sængur- konum, þar sem hún umgangist sjúklinga, sem eru haldn- ir smitandi sjúkdómum. í stað þess að bæta vinnuskilyrði og laun, vilja þeir minnka fjölda þeirra, sem eru í hærri launaflokkum með því að flytja ábyrgðarstöður á þá, sem hafa litla mennt- un og lægri laun. Það var einnig rætt um, að mæður væru sendar of fljótt heim eftir fæðingu, og stafar það einungis af plássleysi. h'eim kom saman um að átta dagar á sængurkonugangi sé það minnsta, sem hver móðir eigi kröfu á.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.