Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 8
34 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Sem dæmi um, hvað gert er til að bæta úr þessu var bent á Helsingfors. Þar er ein borgarljósmóðir, sem hef- ur yfirumsjón með 25 umdæmisljósmæðrum. Borgarljósmóður er tilkynnt, þegar konur fara heim af fæðingardeild. Hún sendir boð til næstu ljósmóður, sem aðstoðar móður og barn fyrstu vikuna eftir heimkomuna. Þá kom fram ósk um námskeið fyrir útlærðar ljósmæð- ur, einkum þær, sem störfðu á kennslustofnunum. Klukkan 17 var svo ekið til Hanöhus, Lister og Mjállby til þess að sjá meira af Blekinge. Föstudaginn 18. maí hófst svo fundurinn með erindi, sem Dr. Ivar Nilsby yfirlæknir á barnadeildinni í Karls- krona hélt um fósturskaða (embryopatier). Dr. Nilsby talaði m. a. um þær marg umtöluðu Neurosedyn (Tali- domid) töflur, sem hafa orsakað marga fósturskaða. Það hafa fundist ca. 2 þús. vansköpuð börn í Þýzkalandi, og er notkun Neurosedyn um meðgöngutímann talin orsök þess. Það hafa einnig mörg slík tilfelli komið fyrir í Sví- þjóð, þ. a. hafa 5 fundizt á fæðingardeild sjúkrahússins í Karlskrona. Þetta lyf er nú bannað. Það er þar af leiðandi varla hætta á fleiri tilfellum. Það væri því aðeins, að einhver ætti töflurnar til heima hjá sér. Þær ættu allar að eyði- leggjast, sagði Dr. Nilsby. Doktorinn sagði enn fremur frá nýjum rannsóknum í sambandi við mongóla (mongoloid börn). Það hefur sann- ast, að maðurinn hefur 46 litninga en ekki 48 eins og áður var álitið. Mongólarnir hafa 47 litninga. Ljósmóðirin og kennarinn Maj-Britt Whaland, Stokk- hólmi, sem sér um uppfræðslu í kynferðismálum í skólum höfuðstaðarins, tók þar næst til máls. Hún taldi, að þessi nauðsynlega fræðsla gæti verið eitt af hlutverkum Ijós- mæðranna einkum siðfræðilega hliðin. Hún sagði, að mörgum kennurum þætti erfitt að sjá um þessa kennslu, sumir teldu sig ekki færa um það og aðrir

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.