Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 12
38 LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ Rétt er að geta þess að síðustu ár hefir fundizt fjöldi nýrra blóðflokka auk Rh. flokkanna. Sem dæmi má nefna eftirfarandi blóðflokka: MNS flokkana, P flokkinn, Lewis, Lutheran, Duffy, Kidd o. s. frv. Allir þessir flokkar geta valdið Erythroblastosis, en slíkt skeður skjaldan. Þá er rétt að minnast lítilsháttar á anti-body titer í blóði móðurinnar. Þess hefir þegar verið getið hvernig mótefni eða antibodies myndast í bióði móðurinnar fyrir áhrif frá blóðkornum barnsins. Ákveðið lágmagn þarf að myndast til að valda Erythroblastosis í barninu. Antibody magnið er mælt sem titer. Antibody titerinn í blóði móð- urinnar á meðgöngutímanum gefur nokkra hugmynd um hvort barnið muni fá Erythroblastosis og jafnframt hvað alvarleg hún verður. Það er þó rétt að geta þess nú þegar, að þetta er engan vegin öruggt próf. Erfitt er að segja hvað kalla skal lágmarkstiter, en í Englandi og Bandaríkjunum er titerinn 1:16 notaður sem lágmark, þ. e. a. s. sé titerinn hærri en 1:16, má búast við að barnið fái Erythroblastosis, en sé hann lægri er lítil hætta á því. Hækkandi titer eykur möguleikana á því, að barnið fái slæma Erythroblastosis, en þó eru undantekningar frá þessu og þær nógu margar til að gera prófið í hæsta máta óöruggt eitt sér. Framh. í næsta blaði. Lesendur blaðsins eru beðnir að gæta þess að í seinasta blaði misprentaðist númer þess, átti að vera 1—2 en ekki 1—3.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.