Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 4
42 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Coombsprófið er gert þannig, að tekin eru blóðkorn frá barninu og sett út í Coombs serum. Hafi antibodies frá móðurinni absorberast í blóðkorn barnsins hlaupa blóð- kornin í kekki við þetta. Að diagnosis fenginni er þrautin þyngri að ákveða hvort gera þurfi blóðskipti. Tilgangur með blóðskiptum er í fyrsta lagi að vinna bug á blóðleysinu, þ. e. a. s. gefa barninu ný blóðkorn í stað þeirra sem þurrkast út fyrir áhrif frá mótefnum móð- urinnar. Það er auðvitað frumskilyrði, að blóð sem notað er við blóðskipti sé Rh negativt. Væri notað Rh positivt blóð, myndu donar blóðkorn eyðileggjast jafnóðum og þau bærust inn í blóðrás barnsins. f öðru lagi er tilgangurinn með blóðskiftum að reyna að fjarlægja sem mest af bilirubine úr líkama barnsins, til að forða því frá Kernicterus (heilaksöddun). Serumbilirubine á að vera innan við 4 mg.% við fæð- ingu. Fari bilirubin hinsvegar upp fyrir 20 mg% á fyrstu 3—4 dögum eftir fæðingu, er mikil hætta á, að barnið fái Kernicterus. Sem dæmi má nefna skýrslur Mollisons og Cutbush frá 1949. Þessi höfundar fundu Kernicterus í 60% þeirra tilfella sem höfðu serumbilirubin yfir 20 mg.% á fyrstu dögunum eftir fæðingu, en engan Kernic- terus ef serumbilirubin var fyrir neðan 18 mg.%. Einnig er rétt að geta þess að 70% þeirra barna, sem fá greinil. Kernicterus deyja, fái þau enga meðferð. Þegar tekin er ákvörðun um hvort gera skuli blóðskipti, er farið eftir ákveðnum reglum (indikationum). Það er e. t. v. tekið nokkuð sterkt til orða að segja að reglurnar séu ákveðnar, því segja má að sérhver meiriháttar spítali erlendis hafi sínar eigin reglur. Ástæðan fyrir hinum breytilegu reglum er fyrst og fremst sú, að einungis eru um það bil 16 ár síðan farið var að nota blóðskipti að nokkru ráði. Það hefir ekki

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.