Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 43 unnizt tími né reynzla til þess ennþá, að koma reglunni í fast horf. Sem dæmi um reglur fyrir blóðskiptum verða hér sýnd- ar reglur þær, sem notaðar eru við háskólasjúkrahúsið í Minnesota Jákvætt Coombspróf + 1 af eftirfarandi atriðum: I) Naflastrengs Hgl. <13.16 gm.% (95%) II) Naflastrengsbilirubin > 3.5 mg.%. III) Bilirubin hækkun á fyrstu 12 klst., sem nemur meira en 10 mg.%. IV) Fyrirburður. Eitt atriði er rétt að undirstrika sérstaklega í sam- bandi við Hgl.mælingar, en það er munurinn á Hgl. mældu í naflastrengsblóði og Hgl. mældu í blóði úr hæl eða eyra. Hgl. mælt með ástungu á hörund er allaf talsvert hærra en í naflastrengsblóði. Þetta hefir mikla hagnýta þýðingu. Tökum sem dæmi barn með Erythroblastosis, sem við fæðingu hefir naflastrengs Hgl. 15 gm%. Ef blóð er mælt í eyra nokkrum klst. síðar og það reynist enn 15 gm.%, þá þýðir þetta raunverulega greinilega Hgl. fall, en ekki óbreytt ástand. Falli rannsóknir og einkenni hjá barninu ekki undir neinn af ofangreindum liðum, er sjálfsagt að bíða og fylgj- ast með barninu. Aukizt gulan greinilega verður að fylgj- azt daglega með bilirubini og nálgast það 20 mg.% ein- bverntíma á fyrstu 3—5 dögunum eftir fæðingu, er sjálf- sagt að skipta um blóð. I fyrstu er blóðskipti voru tekin í notkun, var það al- gengast að skipta ekki um blóð, fyrr en biliruginið fór yfir 20 mg.% það leiðir af sjálfu sér, að þetta var mjög óheppileg aðferð, því þá voru möguleikar á Kernicterus þegar orðnir alltof miklir. Síðustu 4—5 árin hafa orðið miklar breytingar á þessu sviði. Nú er reynt að gera blóðskiptin sem fyrst, helzt á

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.