Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 8
46 LJÓSMÆÐR ABL AÐIÐ Ný lyf viö tauga- og geðsjúkdómum. Frá fornu fari hafa menn vitað, að viss lyf orka á and- lega líðan okkar, og elzta og þekktasta lyfið af þessu tagi er alkohol. Þau nýju lyf, sem valdið hafa straumhvörfum í meðferð tauga- og geðsjúkdóma hafa þó flest verið tekin í notkun á síðustu 10 árum. Um 1950 gerðu franskir læknar ýmsar tilraunir með lyf, sem væru hentug í sambandi við svæfingar við uppskurði. Leitað var að lyfi, sem gæti læknað líkamshitann og dreg- ið úr blæðingarhættu og einnig aukið verkanir svæfingar- lyfjanna, þannig að ekki þyrfti að gefa eins stóran skammt. Árangurinn af þessum tilraunum var lyfið klor- promazin, sem framleitt hefur verið undir nafninu Largactil. Það kom brátt í ljós, að lyf þetta hafði mikil áhrif á andlega líðan sjúklinganna, en hafði minni áhrif í sambandi við svæfingar en ætlað var í upphafi. Reynt var að sprauta t. d. schizofrenie sjúklinga á óró- legum deildum geðveikrahæla með Largactil og róuðust sjúklingarnir yfirleitt svo mikið, að órólegu deildirnar urðu að rólegum. Sjúklingar þeir, sem áður höfðu verið æstir og hræddur, urðu nú hægir og rólegir án þess að sofna og virtust komast í nokkurs konar dvalarásigkomu- lag. Hægt var þó að tala við þá og láta þá svara sér, og yfirleitt urðu sjúklingarnir á allan hátt meðfærilegri. Lyf- ið styrkti einnig verkanir annara lyfja svo sem morfíns og annarra venjulegra taugaróandi lyfja-barbiturata, svo og svefnlyfja eins og t. d. veronals. Aukaverkanir voru m. a. svimaaðkenning, vegna þess að blóðþrýstingurinn lækkar nokkuð og einnig munn- þurrkur. Sjúklingar, sem tóku Largctil urðu oft fölir, og er þeir voru úti í sól, urðu þeir mjög rauðir í andliti og þrútnir. Seinna kom í ljós, að lyfið gat einstaka sinn-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.