Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 57 Jensdóttir tók til máls, sagði hún að sér virtist að alltaf hefði verið borin virðing fyrir ljósmæðrastétt- inni. En menntunarskilyrði ljósmæðra, hefðu dreg- ist nokkuð aftur úr menntunarskilyrðum annarra stétta þjóðfélagsins nú síðari árin, og þyrftum við að gera skólann okkar að þeirri menntastofnun ís- lenzkra Ijósmæðra að þær vektu virðingu og aðdáun hvarvetna. Ef vel ætti að vera þyrftu ljósmæður eins langan námstíma og hjúkrunarkonur. Hulda þakkaði stjórninni fyrir það starf er hún hefir unnið til að bæta hag ljósmæðra. Valgerður Guðmundsdóttir sagði að lenging Ljós- mæðraskólans hefði verið baráttumál félagsins síð- ustu 20 ár og lög um Ljósmæðraskólann hefðu ekki verið samþykkt á síðasta alþingi, eins og vonir stóðu til. Hefði þó stjórn Ljósmæðrafélagsins farið á fund landlæknis og heilbrigðismálaráðherra, til að ítreka beiðni félagsins um það. Var lofað að lögin skyldu afgreidd á næsta Alþingi. Vonir standa til að Ljós- mæðraskólinn verði lengdur haustið 1964. 4. Ritari átti að ganga úr stjórn, var Freyja Antons- dóttir endurkjörin og vararitari Arndís Hólmsteins- dóttir. 5. Gjaldskrá ljósmæðra. Var samþykkt að hækka upp í kr. 750,00, að taka á móti barninu. Kr. 250,00 á dag fyrir dvöl hjá sængurkonu eftir fæðingur. Kr. 100,00 fyrir hverja vitjun. Anna Sveinbjörnsdóttir hvað það tímabært að hækka gjaldið og auglýsa það. 6. Þá gat féhirðir þess að óhjákvæmilegt væri annað en að hækka árstillag í félaginu, þar sem útgáfukostnað- ur við blaðið færi ört hækkandi. Var samþykkt að árstillag yrði kr. 150,00 fyrir ljósmóður í starfi, en kr. 75,00 fyrir hinar er störfðu ekki. Var nú gert kaffihlé. Fundur settur að nýju.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.