Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 8
58 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 7. Formaður gaf orðið Steinunni Finnbogadóttur, sagði hún frá ferðalagi er ljósmæður fóru í sumar. Voru þær kosnar á síðasta skemmtifundi: Steinunn Finn- bogadóttir, Brynhildur Kristjánsdóttir og Guðrún Lilja Magnúsdóttir til að sjá um ferðalag á vegum Ljósmæðrafélagsins. Var farið í Þjórsárdal hinn 25. ágúst s. 1. og komið við í Skálholti og Laugarvatni. Fóru 17 ljósmæður og tókst ferði í alla staði vel. 8. Formaður gerði fyrirspurn til basarnefndar. Arndís Hólmsteinsdóttir sagði að basarneénd hefð i hyggju að koma upp basar í haust. 9. Næst var að kosnar voru eftirtaldar ljósmæður: Steinunn Finnbogadóttir, Anna Sveinbjörnsdóttir, Kristín Tómasdóttir og Helga Guðmundsdóttir ásamt stjórn félagsins til að gera tillögur um breytingu á lögum um ljósmæður. 3 0. Formaður gat þess að skemmtifundir hefðu verið inn- an félagsins á síðasta vetri og kvatti til þess að þeir yrðu áfram, gat hún þess að félagsheimili Prentara væri fáanlegt í vetur. Voru kosnar í skemmtinefnd: Emma Kristjánsdóttir, Anna Þorsteinsdóttir, og Hanna Antoníusdóttir. 11. Orðið gefið laust til frjálsra umræðna, en engin tók til máls. Formaður þakkaði þá fyrir góða fundarsókn og sleit fundi. Freyja Antonsdóttir ritari

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.