Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 10
72 LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ ÍSLENZKAR LJÓSMÆÐUR II hindi Sivöldvökuútgáfan Séra Sveinn Víkingur bjó til prentunar Hér er vakin athygli á því að út er komið annað bindi af bókinni íslenzkar ljósmæður, og eru í henni 29 þættir. Sumt hafa ljósmæðurnar sjálfar skrifað, frásagnir ann- arra eru færðar í letur af ýmsum mönnum. I hressilegum formálsorðum segir séra Sveinn Víking- ur að eitt sinn hafi verið ort um Ijósmóður: Allir vita, að ef hún deyr enginn fæðist krakki meir. Bókin hefir að geyma margháttaðan og skemmtilegan fróðleik um ævi þeirra kvenna sem eiga starfssögu sína í þessari bók, og í formála er þess getið að fyrirhugað sé að gefa út þriðja bindi. Það vakti strax athygli mína, við lestur bókarinnar, að margar Ijósmæðurnar höfðu ritað sögu sína sjálfar, eins og áður er sagt, og gert það með ágætum. Ekki vil ég þar með segja að þær, sem létu aðra skrifa niður frá- sagnir sínar, séu á r.okkurn hátt óritfærari en hinar, þar getur margt annað komið til greina, en mér hefir einmitt fundizt 1 jósmæður vera einum um of hlédrægar við rit- störf, og að koma á framfæri við málgagn stéttar sinn- ar, Ljósmæðrablaðið, ýmsu því efni til fróðleiks og skemmtunar, sem þær án efa eiga í fórum sínum.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.