Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.01.1958, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 10.01.1958, Blaðsíða 1
2. tölublað. i%J) Föstudagur 10. janúar 1958. 'JbJrJ 31. árg. Framboð Sjálfstœðisflokksins FRAMBOBSLISTI Sjálfstæðis- flokksins, sem nýlega var kunn- gjörður, er skipaður frjálslyndu og vinsælu fólki úr öllum starfs- stéttum staðarins, svo sém vera bér um framboðslista flokks allra stétta. Þetta fólk hefur því þekk- ingu á hagsmunum og málefnum bæjarbúa allra og skilyrði til að vinna að framfaramálum byggðar- lagsins. Efstu sætin á lista flokksins eru hér sem annarsstaðar á land- inu, skipuð samkvæmt úrslitum prófkosninga, en Ustinn að öðru- leyti byggður upp að vilja full- trúaráðs og sameiginlegs al- menns félagsfundar sjálfstæðis- félaganna þriggja, svo sem lög þeirra gera ráð fyrir. Var listinn í heild endanlega afgreiddur á sameiginlegum félagsfundi með samhljóða atkvæðum. Fer vel á því að þetta tvennt einkenni hstann öðru fremur, að hann sé byggður á prófkosningu fylgjenda flokksins og skipaður úr öllum stéttum. Þetta tvennt er styrkur flokksins — og er það því að vonunl, að andstæðingar hans reyni sérstaklega að tor- tryggja iþessi atriði, en Sjálf- stæðisflokkurinn einn byggir lista sína upp á lýðræðislegan hátt. — Að sjálfsögðu mun slúður and- stæðinganna verða sér til skamm- ar í þessu efni. Að þessu sinni skipar greind og vinsæl kona baráttusæti list- ans — og skapar siglfirzkum konum einasta tækifæri þessara kosninga til að fá konu kjörna í bæjarstjórn. Með hliðsjón af því, sem samtakamáttur kvenna hefur áorkað í þágu samborgaranna, fyrr og síðar, má augljóst vera, að siglfirzkrar konur geta nú tryggt D-listanum fjóra fulltrúa og sjálfum sér fulltrúa í bæjar- stjórn. Til iþess skortir aðeins þann herzlumun, sem þær eiga létt með að láta af hendi. — Þroski kvenna í hagsmunamálum sínum er hafinn yfir þröng flokkssjónarmið og pólitískt of- stæki — og hér gefst tækifæri til að sanna að svo sé. Sjálfstæðisfólk skilur, að nu- verandi vinstri stjórn skipuleggur þá hörðustu hríð að flokki þess, sem saga hans greinir. Öll meðul virðist helga þann gjörræðisfulla tilgang að einangra og útiloka þann stjórnmálaflokk, sem 42,4% af þjóðinni gaf atkvæði sitt í síð'ustu kosningum, nær helming- u.r þjóðarinnar af öllum starfs- stéttum, og er þeim því sterkasta sameiningartákn þjóðarinnar í þjóðfélagslegum efnum. Svo langt er gengið, að kosningalögum er breytt í þeim tilgangi einum, að torvelda starfsemi Sjálfstæðis- flokksins — og er slíkur ósómi KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Sjálf- stæðishúsinu, Grundargötu 11, niðri (nyrstu dyr), og er opin daglega frá kl. 10—10. ,— Sími 292. Sjálfstæðisfólk og annað stuðningsfólk Ð-Iistans er hvatt til að hafa samband við skrifstofuna. Gefið upplýsingar um kjósendur, sem verða fjarverandi á kjördag. ; i , Sjálfboðaliðar, sem vilja vinna fyrir Ð-listann, gefi sig fram á skrifstofunni. D-listinn einsdæmi í íslenzkri stjórnmála- sögu. Þetta á að koma í staðinn fyrir efndir á öllum sviknu lof- orðunum í hagsmunamálum fólks ins og getuleysis og uppgjafar við stjórnvölinn. Aldrei hefur því flokknum riðið meir á samheldni frjálslynds fólks, sem standa vill vörð um lýðræðið, og hann væntir þess, að hver einstaklingur geri skyldu sína í starfi fyrir pessar kosn- ingar — og þá mun vel fara. Götnui vara í nýjum umbúðum Á grímudansleik G-listans „Kosningablaðið" og „Aiþýðu- bandalagið"! Þá veit maður það. Man þá enginn „Mjölni" og „Kommúnistaflokkinn" ? Eða eru þessi fyrirbæri í eðli sínu hin sömu, hverju nafni sem þau nefn- ast? Er hér verið að bjóða óselj- anlega vöru í, nýjum umbúðum með nýju nafni ? Og eru það með- mæli með vörunni, að nýjar um- búðir séu forsenda þess, að hægt sé að stilla henni út? Bisness- menn bera margt við, hvort sem þeir eru á grímudansleik G-list- ans eður ei, en allt þetta brölt býður heim grunsemdum um, að það sem er falið, kommúnisminn, sé lítt aðlaðandi, og er reyndar viðurkenning á því, að flokkurinn þurfi í felur um hverjar kosn- ingar. Og ekkert er broslegra en bolsé- vikki dagsins í dag. Fyrst býður hann hverjum sem er til banda- lags í þeim tilgangi einum, að draga athygli kjósenda frá sjálf- um sér! Þegar enginn vill með honum ganga, skinnar hann upp gamlan laumukommúnista, máske mág sinn eða frænda, og gerir við hann hvorki meira né minna en allsherjar alþýðubandalag. — Það skiptir ekki máli þótt viðkom- andi sé heildsali eður annað slíkt: alþýðubandalag skal það heita; upp á það hefur hann bréf. Og máske finnst löglærður stofu- kommi til að löggilda sáttmál- ann! Skítt með það þótt verka- manninn vanti, eða form. verka- lýðsfélags sé fórnað, svona skal það vera. Svo er að gefa út nýtt blað með nýju nafni; taka fram stærsta fyrirsagnarletrið, lofa öll- um einhverju og minnast lítils- háttar, auðvitað í öllu hófi, á ágæti sjálfs sín. Og ef háttvirtir kjósendur kunna ekki að meta allt þetta, þá er þeim sko ekki matur bjóðandi! En ef þú, lesari góður, skyldi boðinn á grímudansleik G-hstans, (Framhald á 4. síðu) Hörð keppni komma við Eystein fóstbróður. Islenzkan er orða frjósöm móðir. Kemur það sér vel í margbreytilegum tilfellum. Hugs- ið t.d. um alla nýju Eysteinsskatt- ana. Og um 100 milljónirnar, sem teknar voru af f járlögum á bið- lista fram yfir bæjarstjórnar- kosningar, og þá þarf að inn- heimta í nafni nýrra skatta. — Hvernig væri t.d. að gefa næsta skatti nafnið SÍS-skatt, eða Sfö- gjald til að minna á, að hann er tilorðinn vegna skattfrelsis þessa stærsta auðhrings þjóðfélagsins? Þá er það ekki amalegt fyrir kommagreyin, sem breyta þurfa um nafn fyrir hverjar kosningar, að íslenzkan er orða frjósöm móðir. Eiga þeir í harðri keppni við Eystein fóstbróður sinn um ný nöfn og má varla á miUi sjá hver á undan fer í því efni! Framsókn sjálfri sér lík. Trúmennska Framsóknar í stjórnarsamvinnu og þarf ekki frekari frásögn. En heihndi mad- dömunnar koma víðar fram. — Þegar kommúnistar reyndu að tæla tvo lýðræðisflokka hér á staðnum til fylgilags við sig gegn Sjálfstæðisflokknum, sem myndað hefur bæjarstjórnarmeirihluta með Framsóknarflokknum og stutt bæjarstjóra hans, strandar • tilboð kommanna á Alþýðuflokkn- um — en Framsókn var fús til skítverka! (Framhald á 4. síðu) D-listinn er listi Sjálfstæðisflokksins

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.