Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Side 7

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Side 7
L J ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ 7 lega kenna þeim að ganga með sitt barn og ala það. Og síðan hitt að veita þeim þá uppörvun og þann styrk á örlagastund, sem er meira virði en margan grunar og sem hægt er að veita við hinar allra frumstæðustu aðstæður með miklum og góðum árangri. Bretar veita konum sínum mikla hjálp um meðgöngu- tímann. Gott eftirlit og nákvæmt. Ef konurnar mæta ekki til viðtals á tilsettum tíma, er þeim sent bréf og þær áminntar um að koma eða ella gera grein fyrir fjarvist- um. Bætiefni, járn og mjólk fá þær gefins um meðgöngu- tímann og skylt er að þær dvedji 10 daga á sjúkrahúsi eftir barnsburð, nema sérstaklega sé um samið. Er þetta þeim að kostnaðarlausu. Ef samningar fara fram og þær fá að fara heim, hefur heimili þeirra verið skoðað af rétt- um aðilum. Ef heimilið fullnægir þeim kröfum, sem sett- ar eru, fær konan að fara heim, og umdæmisljósmóðirin tekur þá við henni og vitjar hennar kvölds og morgna, þar til 10 dagara eru liðnir, en þá tekur barnahjúkrunar- konan við. í La Maternité, Fernand-Lamaze’, Maison de Santé Maternité, 9 rue des Bluets í París eru 44 rúm, þar sem fæðast rúmlega 2000 börn á ári. Prófessor R. Hersilie, Sem var nemandi og síðar aðstoðarlæknir Dr. F. Lamaze, er þar yfirlæknir, tók við, þegar Dr. Lamaze féll frá. Það er einsdæmi á þessari stofnun, að kona fæði barn Sltt, án þess að eiginmaður hennar sé til staðar til að hjálpa henni og uppörva. Flest allar konur, sem fæða Þarna, hafa tekið þátt í námskeiði til undirbúnings. Ef einhver slæðist inn, sem ekki hefur gert það, er hún sett a fæðingarstofu, sem ekki er á fæðingargangi heldur í hin- enda sjúkrahússins. Þetta er gert til þess að fyrir- ^Sgja, að þær, sem hafa fengið undirbúning þ. e. tekið Patt í námskeiði, verði fyrir truflun. Svo mikilvægt þykir, að enginn falskur tónn slæðist inn og að þær fái rétta Jalp. Læknar og ljósmæður sjúkrahússins hafa öll tekið

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.