Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 9
L JÓ SMÆÐR ABLAÐIÐ 9 Reykjavíkurborgar til margra ára, löngu áðm’ en Blák- lintshemmet varð til. Milliveginn svo kallaða er oft erfitt að finna. Oft fannst mér konurnar mjög þreyttar, þegar þær fóru heim — frjálsræðið varð þeim um megn, kunnu ekki að stjórna því. Nægur svefn, hvíld ásamt eðlilegri líkamshreyfingu er hverri konu nauðsynlegt eftir barns- burð nokkuð, sem þær gera sér ekki alltaf grein fyrir sjálfar. Eins og ég sagði í upphafi, er erfitt að segja frá við- burðarríkum og litsterkum mánuðum í stuttri blaðagrein, og þess vegna hefur afar margt orðið eftir, sem ég mjög gjarna hefði viljað láta koma fram, og sem hefði gert þessi skrif fróðlegri og ánægjulegri aflestrar. Ég vona samt, að þið takið viljann fyrir verkið og hafið einhver ja ánægju af. Með þeirri ósk sendi ég ykkur öllum beztu kveðjur mínar og vona, að þessi skrif komi ,,vatni á milluna“ þannig, að framvegis fáum við ,,raddir“ ljós- mæðra í Ljósmæðrablaðið meira en verið hefur. Ég veit, að slíkt muni gefa blaðinu blæ, sem yrði bæði til prýðis °g ánægjuauka, því ljósmæður hafa af mörgu að taka, það gefur starf þeirra til sjávar og sveita tilefni til. Kærar kveðjur og beztu óskir. Hulda Jensdóttir Ég þakka Huldu Jensdóttur yfirljósmóður góða grein °g tek undir niðurlagsorð hennar. Þann áratug, sem ég hefi verið ritstjóri Ljósmæðra- blaðsins hefir samvinnan við ritstjórn blaðsins, stjórn Ljósmæðrafélagsins og, þær ljósmæður er ég hefi leitað til verið mjög ánægjuleg og algjörlega hnökralaus. Allar þessar konur hafa haft fullan skilning á hversu mikil Uauðsyn stéttinni er að hafa sitt málgagn og gera það Sem bezt úr garði. En eins og áður hefir verið sagt í blað- lllu mættu ljósmæður gjarnan skrifa oftar um sín áhuga- ^uál eða starf og mun ég með ánægju birta slíkar greinar. Jóhanna Jóhannsdóttir

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.