Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Qupperneq 16

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Qupperneq 16
16 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Öryggisnœlur. Upp á flestu er tekið í sölumennsku. Ameríkanar fram- leiða nú öryggisnælur, sem ætlaðar eru til átu fyrir smá- börn. Er þeim hælt á hvert reipi, sagðar bragðgóðar og fullar af fjörefnum. Þótt nógu varhugavert megi teljast, að örva börn til þess að gleypa öryggisnælur — ef óætar skyldu einnig verða á vegi þeirra, er þó engu síður ástæða til þess að brýna fyrir mæðrum að gefa ekki börnum sínum of mikið af fjörefnum a. m. k. A-og D fjörefnum, þar sem nú er sannað af of mikið magn þess- ara efna getur verið skaðlegt. Ofnotkun á A-fjörefni getur valdið ógleði, sljóleika, höfuðverk og svima. Ef of mikið magn er tekið í lengri tíma getur komið í ljós lystarleysi, hárlos, sprungur í munnvirkjum og jafnvel vaxtarskekkjur í beinum. Ofnotkun D-fjörefnis getur haft svipaðar almennar verkanir, og er auk þess talið, að ef vanfærar konur neyta þess í miklu óhófi geti börn þeirra fæðst með of mikið kalk í beinum og líffærum og verið andlega vanþroska. Stærri börn og fullorðið fólk getur þó án nokkurrar áhættu tekið eina blandaða fjörefna- töflu daglega. Þýtt og endursagt J. J.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.