Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 17 Gervinýra Þess var getið í blöðum, útvarpi og sjónvarpi í fyrra- haust, að Svíar hefðu sýnt okkur þá vinsemd að lána Landsspítalanum gervinýra a. m. k. mn stundarsakir, þótt mikill hörgull sé á slíkjum tækjum þar í landi, svo og allstaðar í heiminum. Nýrnasjúklingum fjölgar ört, sjúklingar eru nú þegar miklu fleiri en hægt er að sinna. Tækin eru dýr og sérmenntað starfslið þarf til að annast þau. Það er þung ábyrgð, sem læknar verða að takast á herðar er þeir velja þau fáu hundruð sjúklinga, sem geta fengið þessa meðferð, en dæma hina til að deyja drottni sínum. Nýrnaflutningur bjargar að vísu nokkrum, en blóðhreinsun í gervinýra eða dialysa þó margfalt fleiri. Hverjir eiga að fá að lifa? I Seattle í USA er stæsta nýrnamiðstöð heims. Þar velur sjö manna dómnefnd — þar af tveir læknar og 5 almennir borgarar þessa fáu sjúklinga úr ömurlega stórum hóp. í Svíþjóð er það 18—20 manna flokkur starfsliðs St. Eriks sjúkrahússins, þar sem Hárje Bucht er yfirlæknir. Yfirlæknirinn svaraði fyrir skömmu spurningum blaðamanna mn það hverjir væru valdir ,,til lífs“ og virðast svipaðar reglur gilda um þetta í öllum heimi. 60 ára hámarksaldur gildir fyrir krónisk tilfelli, 50 ár fyrir þá, sem fyrst eiga að fá dialysu °g seinna nýrnaflutning. Ógjarnan eru teknir sjúklingar 'indir fermingaraldri þar sem þungbær reynsla sýnir að litlar líkur eru til að þeir nái eðlilegum þroska. Einnig eru athugaðar félagslegar ástæður, möguleikar sjúklings sjá sér og sínum farborða, barnafjöldi o. s. frv. svo °g almenn heilbrigði nýrnasjúklings og hvort líkur séu til að hann standist þá andlegu og líkamlegu áreynslu sem

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.