Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 7
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ 7 nára 41% og nafla 51% barna. Eftir að farið var að nota hexachlorophane stráduft á þessi svæði í hvert skipti, sem skipt var á börnunum, lækkuðu þessar tölur niður í 12%, 4,3% og 7,9%. Naflinn er annars góð gróðrarstía fyrir klasasýkla. Samtímis því að minna varð um smit þá fækkaði sýkingum að mun. Með því að smyrja nefáburði með neomycin 0,5% og chlorhexidini 0,1% í nasir barn- anna, fækkaði nefbornu smiti í einni tilraun frá 51% nið- ur í 19%. Börn, sem hljóta mikið smit og það á fyrstu tveimur sólarhringunum eftir fæðingu, hættir mun frekar við sýkingu. Er kornabörnum mun hættara við sýkingu af völdum klasasýkla en fullorðnum. Algengustu sýkingarn- ar eru slímhimnubólga í augu, bólga kringum nafla, graft- arbólur, blöðrusölt (pemphigus neonatorum), bólga í kringum neglur (paronychia) og út frá þessu beinabólg- ur, enteritis, lungnabólgur og sepsis. Algengasti sjúkdómurinn í mæðrum af völdu klasa- sýkla er hins vegar bólga í brjóstum. Virðist sem sýking eigi sér einungis stað í mæðrum, sem hafa á brjósti barn, sem hýsir klasasýkla, en afrifur skipta hér litlu máli. Til að hindra dreifingu og sýkingar inn á fæðingar- deildum, skyldu eftirfarandi atriði athuguð: 1) Þar sem börnin eru höfðu hjá mæðrunum, minnkar smithættan, þar eð móðirin annast að mestu barnið. 2) Of mörg börn saman stuðlar að gagnsýkingu (cross infection). 3) Það dregur stórlega úr dreifingu klasasýkla frá sjúkl- ingi til sjúklings, að starfslið og sjúklingar noti hexa- chlorophane til handþvotta og chlorhexidini handáburð. 4) Notkun 1% hexachlorophane strádufts á nafla ung- barna, dregur mjög úr smithættu. 5) Þvottur líns, handklæða og bleyja verður að vera þann- ig, að hreint lín sé án smitandi sýkla.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.