Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 10
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ fisk. Gómsætastur er harðfiskurinn óbarinn, því hann missir mikið bragð við að geymast barinn. Margsannað er, að mikið má draga úr tannskemmdum með því að minnka notkun sykurríkrar fæðu. Nauðsyn- legt er því, að venja barnið á sem minnstan sykur allt frá upphafi. Sykrið matinn hjá sjálfum yður og barninu, sem allra minnst. Þær fæðutegundir, sem helzt ber að varast til að minnka tannskemmdirnar eru sætar kökur, lin brauð, sælgæti, gosdrykkir og sykur. Verst er, ef þessar fæðutegundir fá að festast á milli tannanna eða í ójöfnum, sem eru á yfir- borði þeirra. Eftir því, sem sykurríkar leifar fá að vera lengur í munninum, því meiri verða sýrurnar og tann- skemmdirnar. Varast ber því að gefa börnum oft auka- bita, t. d. kökur eða kex, sem festast auðveldlega í tönn- unum og orsaka að stöðugt eru matarleifar á þeim. Góð bót yrði, ef í stað þessara kökubita væri gefinn harð- fiskur, hrá gulrót, epli eða annar slíkur matur. Flestum börnum finnast þessar fæðutegundir mjög góðar, svo að telja má auðvelt að koma þessum sið á þeirra vegna. Tannhreinsun. Tannhreinsun er ekki síður mikilvæg til að minnka tannskemmdirnar. Löngu fyrir Krists burð virðist fólk Jiafa verið búið að uppgötva það og notaðist við tann- stöngla til að fjarlægja matarleifar, sem sátu milli tann- anna. Síðar var tannburstinn fundinn upp og var það mikil bót. Tannhreinsunin er einn liðurinn í sjálfsögðum þrifnaði og er mikilvægast að sofa með hreinan munn. Tannstönglar geta verið mjög gagnlegir til tannhreins- unar, en ókostur við þá er þó, að þeir ná engan veginn til allra flata tannanna. Einnig geta þeir skaddað tann- lioldið séu þeir notaðir harkalega. Að skola munninn með vatni eftir hverja máltíð, nota sumir til að koma í veg fvrir að matarleifar sitji á tönnunum og hefur það gefizt

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.