Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 14
14 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Lagabreyting á Alþingi Frumvarp til laga um breyting á Ijósmœðralögum, nr. 17 19. júnt 1933. Flm.: Páll Þorsteinsson, Helgi F. Seljan. Frumvarp þetta var nýlega lagt fram og þótti rétt að kynna ljósmæðrum efni þess þótt það ef til vill verði ekki samþykkt óbreytt. 1. gr. 4. gr. laganna orðist svo: Launakjör skipaðra ljósmæðra skulu ákveðin með kjara- samningum eða af kjaradómi á sama hátt og laun opin- berra starfsmanna, sbr. lög nr. 55 28. apríl 1962. Laun skipaðra ljósmæðra í kaupstöðum skulu greidd mánaðarlega úr bæjarsjóði. Laun skipaðra ljósmæðra í umdæmum utan kaupstaða skal greiða að einum þriðja hluta úr sýslusjóði og að tveim- ur þriðju hlutum úr ríkissjóði. Launin greiða sýslumenn ársfjórðungslega fyrir fram. Skipaðri ljósmóður, sem falið er um stundarsakir að gegna nágrannaumdæmi, ber að greiða fyrir það byrjun- arlaun þess umdæmis. Ríkissjóður leggur til áhöld í ljósmæðraumdæmin og ákveður landlæknir í samráði við skólastjóra og aðalkenn- ara Ljósmæðraskóla Islands, hver þau skuli vera.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.