Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 15 2. gr. Á eftir 4. gr. komi ný grein, sem verður 5. gr., svo hljóðandi: Ljósmóðir, sem skipuð er í starf samkvæmt lögum þess- um, á rétt á orlofi ár hvert á sama hátt og aðrir opinberir starfsmenn. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi 1. gr. laga nr. 23 1947, lög nr. 23 1948 og lög nr. 114 1951. Ákvœöi til bráðabirgða. Á árinu 1972 skal hver sýslunefnd endurskoða skipt- ingu sýslunnar í ljósmæðraumdæmi, sbr. 2. gr. laganna. Að endurskoðun lokinni skal sýslunefnd í hverju lög- sagnarumdæmi gera ráðherra grein fyrir tillögum um skiptinguna og leita samþykkis hans á þeim. Greinargerð. Ljósmæðralögin, nr. 17 1933, eru orðin svo gömul, að sum ákvæði þeirra samræmast ekki þeim öru breytingum í þjóðfélaginu, sem orðið hafa. Launakjör ljósmæðra eru í reynd ákveðin með öðrum hætti en lögin mæla fyrir um, enda orðið óhjákvæmilegt, að í framkvæmd sé vikið frá bókstaf laganna að því leyti. 1 ljósmæðralögum eru engin ákvæði um orlof ljósmæðrum til handa hliðstætt því, sem aðrir opinberir starfsmenn eiga rétt á samkvæmt lögum. I 1. gr. þess frv. er kveðið svo að, að laun skipaðra ljós- mæðra skuli ákveðin með kjarasamningum eða af kjara- dómi á sama hátt og laun annarra opinberra starfsmanna. Samkvæmt 2. gr. frv. á að veita ljósmóður, sem skipuð hefur verið í starf, rétt til orlofs.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.