Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 18
18 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Safnferð 5. nóv. s.l. efndi L.M.F.Í. til hópferða á söfn borgarinn- ar. Byrjað var á að skoða þjóðminjasafnið undir leiðsögn Árna Björnssonar magisters. Síðan var Handritastofnun- in skoðuð og kynnti Stefán Karlson handritin. Að lokum var farið í Norræna húsið, og efnt þar til kaffidrykkju. Ivar Eskeland rakti stuttlega sögu hússins og sýndi ljós- rnæðrum það. Slegið var upp örstuttum fundi og rædd sú athugun sem fram hefur farið á framhaldsmenntun ljósmæðra í hjúkr- un og samþykkt svohljóðandi ályktun: „Að tilhlutan Ljósmæðrafélags Islands o. fl. hefur ver- ið gerð könnun á þeim möguleika að bæta að nokkru úr tilfinnanlegum hjúkrunarkvennaskorti í landinu, með því að halda númskeið í hjúkrun fyrir ljósmæður og nýta þannig starfskrafta þeirra og þekkingu, þar sem vitað er, að nokkur fjöldi þeirra er ekki í starfi. Fundurinn ályktar, að eigi þessi tilraun að ná tilgangi sínum, sé nauðsynlegt, að öllum ljósmæðrum með próf frá Ljósmæðraskóla Islands gefist kostur á að njóta slíkrar framhaldsmenntunnar, ef að þessu ráði verður horfið. Þó telur fundurinn að til mála gæti komið, að réttur til þessa framhaldsnáms yrði háður inntökuprófi í þýðingar- mestu undirstöðugreinum. Um leið og fundurinn fagnar þessara viðleitni til úrbóta á hjúkrunarkvennaskortinum, skorar hann á yfirstjórn heilbrigðismálanna að binda ekki aðgang að þessari fullorðinsfræðslu svo þröngum skilyrð- um, að tilraunin verði fyrirfram dæmd til að misheppn- ast.“

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.