Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 3
Aðalfundargerð 1972 Aðalfundur Ljósmæðrafélags Islands var haldinn sunnudaginn 28. maí 1972 kl. 14,00 að Hótel Esju. Formaður frú Steinunn Finnbogadóttir setti fundinn, bauð fundarkonur velkomnar, og þakkaði þeim gott og ánægjulegt samstarf á árinu. Á fundinum voru mættar 55 ljósmæður. Síðan bað for- maður Áslaugu Hauksdóttur að ver fundarstjóra og Vil- borgu Einarsdóttur fundarritara. Fundarstjóri las síðan dagskrá fundarins. I. Skýrsla stjórnar. Formaður las skýrslu stjórnar og fer hún hér á eftir. Frá því á síðasta aðalfundi, sem haldinn var 5. júní 1971, hafa verið haldnir 2 félagsfundir, 10 stjórnarfundir, 2 skemmtifundir, auk árshátíðar. Ein skemmtiferð farin til Hveragerðis og nágrennis, auk kynnisferðar á Þjóð- minjasafnið og Handritassofnunina. Til fjáröflunar voru haldnir 2 bazarar. Til fræðslu hélt B.S.R.B. tvö námskeið að Munaðarnesi. Fyrra námskeiðið fjallaði um samnings- rétt opinberra starfsmanna og starfsmatið, fóru þangað tvær ljósmæður á það seinna fóru sex ljósmæður, þar voru viðfangsefni einkun félagstörf og mælska. Greiddi félagið dvalarkostnað þeirra ljósmæðra, sem þessi námskeið sóttu. Stjórnin lítur svo á, að það sé mjög mikilvægt að efna til hverskonar kynningar- og fræðslumöguleika, og því efndi hún til námskeið í háttprýði og siðvenjum, sem þýtt og samið er af frú Sigríði Thorlacius og er kennslan á vegum Bréfaskóla Kvenfélagasambands íslands. Námskeiðið hófst 1. marz og voru innritaðir þátttak-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.