Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 12
36 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ um, að þær auk ljósmæðraréttinda sinna öðlist rétt til h júkrunarstarf a. “ „Aðalfundur Ljósmæðrafélags íslands, haldinn að Hótel Esju 28. maí 1972 beinir þeirri eindregnu ósk til hæstvirts heilbrigðismálaráðherra, að hann hlutist til um að endurskoðun ljósmæðralaganna verði hraðað sem mest má.“ Voru tillögurnar bornar undir fundinn og samþykktar. II. Áslaug Hauksdóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikn- ingum félagsins, voru þeir bornir undir atkvæði fundar- ins og samþykktir samhljóða. Koma þeir sérprentaðir í Ljósmæðrablaðinu. III. Skýrslur deildanna. Fyrst gerði formaður Norðurlandsdeildar Margrét Þór halldsdóttir grein fyrir störfum hennar og sagði m. a. Aðalfundur Norðurlandsdeildar var haldinn 20. júní 1971 á Húsavík, og var hann mjög ánægjulegur. Aðalfund 1972, er ekki enn búið að halda. Hjá Norðurlandsdeild er mikið félagsstarf og margt unnið. I apríl 1971 héldu þær köku- og muna basar. Fyrir þá peninga voru keyptar 16 dýnur og æðadúnsængur í barnarúm fyrir Fæðingadeild sjúkra- húss Akureyrar, og einnig ver utan um sængurnar. Þrír félagsfundir voru haldnir á starfsárinu og þrír skráðir stjórnarfundir. Á fundi 21. júní 1972 á Akureyri fengum við tvo ágæta gesti úr Reykjavík voru það Steinunn Finnbogadóttir for- maður L.M.F.I. og Áslaug Hauksdóttir gjaldkeri félags- ins. Heimsókn þessi var okkur mjög mikils virði og kunn- um við þeim hinar beztu þakkir fyrir komuna. Færðu þær okkur tvo kertastjaka frá Ljósmæðrafélagi Islands og þakka ég fyrir hönd deildarinnar þá gjöf. Deildin sendi muni á haustbazar L.M.F.I. eins og undanfarin ár.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.