Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 14
38 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ nýjungum, sem í undirbúningi væru, t. d. eins og heilsu- gæzlustöðvum úti í dreifbýlinu og þeirri hugmynd að til greina gæti komið að ljósmæður störfuðu innan þeirra. Einnig lýsti hún ánægju sinni yfir að framhaldsnám ljósmæðra í hjúkrun væri að komast á, og þeim mörgu umsóknum sem hefðu þegar borist um námið. Síðan sagði Adda frá beiðni stjórnar L.M.F.I. sem borist hafði ráðu- neytinu, um endurskoðun gjaldskrár umdæmisljósmæðra. Væri það í athugun og frumdrög að nýrri gjaldskrá lægju þegar fyrir. Er Adda Bára hafði lokið máli sínu, þakkaði fundarstjóri henni fyrir komuna og þá sérstöku ánægju að hún skyldi koma á fundinn til okkar. Var síðan gert kaffihlé. Fundur settur að nýju: Formaður tók til máls og ræddi um umdæmisgjaldskrá og nauðsyn þess að hún yrði end- urskipulögð, og helzt lögfest, einkum þar sem æskilegt væri að greiðsla fyrir fæðingu í heimahúsum yrði greidd beint frá Tryggingastofnuninni. Skýrði hún frá að mál þetta hefði verið rætt í heilbrigðismálaráðuneytinu og lægju nú fyrir hugmyndir að nýrri gjaldskrá og vænti hún þess að frá þessu yrði gengið sem fyrst. Tók þá til máls Jensína Óladóttir ljósmóðir í Árnes- hreppi á Ströndum, sagði hún okkur í stórum dráttum frá störfum sínum þar síðastliðin 40 ár. Hún lýsti ánægju sinni yfir að fá tækifæri til að sitja þennan aðalfund L.M.F.f. Var hún sammála þeirri hugmynd að greiðslur fyrir fæðingar umdæmisljósmæðra kæmu beint í gegnum tryggingarnar. Freyja Antonsdóttir ræddi um gjaldskrána og sagði frá ýmsu sem félagið hefði gert í þeim málum, einkum því, að 1968 var gerð fundarsamþykkt að nýrri gjaldskrá, því sú sem til var þá, var löngu orðin úrelt. Lýsti hún sam- þykkt sinni á að greiðslur færu allar fram í gegnum Tryggingastofnunina, en þá yrði að vera föst gjaldskrá og mætti hafa það í reglugerð, en ekki lögfest.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.