Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 17
L J ÖSMÆÐR ABLAÐIÐ 41 Staðfest kosning stjórnar í stjórn Lífeyrissjóðs Ljós- mœðra: Dóra Sigfúsdóttir. Til vara: Birgitta Pálsdóttir. Bazarnefnd. Formaður: Auðbjörg Hannesdóttir, Hanna Antoníusardóttir, Brynhildur Jónasdóttir, Dóra Sigfús- dóttir, Helga Ásmundsdóttir, Nanna Magnúsdóttir, Margrét Sigurmonsdóttir, Sigríður Classen, Unnur Jens- dóttir, Guðfinna Jónsdóttir, Selma Vilhjálmsdóttir, Vil- borg Einarsdóttir. Önnur mál. Ingibjörg Stefánsdóttir tók til máls, ræddi hún það stóra vandamál að fá ljósmæður til starfa út í landsbyggð- inni. Hún tilkynnti fundinum að það væri laust ljósmóð- urembætti á Blönduósi ef einhver vildi taka það að sér. Vilborg Einarsdóttir sagði frá því að hún, Steinunn Guðmundsdóttur og Steinunn Axelsdóttir hefðu farið upp að Munaðarnesi og tekið til í sumarbústaðnum okkar fyr- ir sumarstarfið. Allt var þar í bezta ásigkomulagi eftir síðastliðið ár. Meðan þær dvöldu þar kom í heimsókn Hulda Jensdóttir. Færði hún bústaðnum að gjöf Biblíu ásamt átta öðrum bókum, blómavasa tvo stóra kerta- pakka og kr. 500,00 Eru henni hér með færðar þakkir fyr- ir þessar gjafir. Vilborg sagði einnig að mikið hefði bor- ist af umsóknum um dvöl í sumarbústaðnum í sumar, og verður því miður ekki hægt að sinna þeim öllum. Því næst sagði hún frá því að félagið væri búið að kaupa bókahillur í bústaðinn og fóru þær með þær upp- eftir. Kristín I. Tómasdóttir yfirljósmóðir og eiginmaður hennar, og ætlaði hann að setja þær upp fyrir okkur og færum við honum þakkir okkar fyrir. Vilborg gat þess að góðar gjafir væru vel þegnar í bústaðinn, sérstaklega vantaði gólfmottur. Það stóð ekki á gjöfum, því strax kom Guðrún Valdimarsdóttir og afhenti formanni kr. 1500,00 til kaupa á gólfmottum. Formaður sagði frá hugmynd Þórdísar Ölafsdóttur um að félagskonur færu saman í

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.