Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 18
42 LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ leikhúsferð. Lauk síðan fundi með að þakka öllum ljós- mæðrum fyrir komuna og bað þeim allra blessunar. Fundi slitið. Vilborg Einarsdóttir, ritari. I\lý bók Ástæða er til að vekja athygli á nýútkominni bók eftir Vilhjálm G. Skúlason dósent í lyfjafræði við Háskóla ís- lands. Er þetta alþýðlegt fræðirit um ávana- og fíknilyf og heitir Flóttinn frá raunveruleikanum. Dr. Vilhjálmur er lesendum blaðsins að góðu kunnur þar sem grein eftir hann birtist í blaðinu ekki alls fyrir löngu. 1 bókinni er fyrst kafli um uppruna lyfja og sögulega þróun. Síðan eru ávana- og fíknilyf flokkuð og þeim lýst ásamt verkunum þeirra. Bók þessi á erindi til allra er láta sig heilbrigðismál nokkru skipta, og er það sannar- lega stór hópur, ungmenna almennt svo og foreldrar þeirra og uppalendur. Ætlunin mun vera að dreifa bók- inni eitthvað meðal skólafólks, einkum þeirra er ljúka brottfararprófi úr æðri skólum. Vil ég þakka dr. Vil- hjálmi fyrir þessa vel skrifuðu og mjög svo þörfu bók og hvetja ljósmæður eindregið til að kynna sér efni hennar. Einnig má telja lofsvert framtak af Áfengisvarnarráði og Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytinu að hafa gefið bókina út. Jóhanna Jóhannsdóttir

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.