Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 53 maður hennar einnig kallaður til blóðrannsóknar. Ef hann er Reshus pos. (jákvæður) er haldið áfram með frekari rannsóknir á konunni. Þessi svokallaði Rhesus faktor uppgötvaðist árið 1940. Hafi móðirin ekki þennan faktor, er sagt að hún sé Rh.neg. Gangi slík kona með barn, sem erft hefur Rh. faktorinn frá föðurnum, þá geta myndast í blóði konunnar mótefni gegn blóðkornum barnsins. Um þetta mætti margt og mikið segja, yfirgripsmikið efni, en þar sem það hefur verið rætt og meðhöndlað mjög rækilega nú nýverið af tveim af okkar duglegu læknum, bæði hér í Reykjavík og út um alla landsbyggðina, ætla ég að forða ykkur frá að hlusta á endurtekningar. Vil þó aðeins geta þess, að svo virðist, sem þegar sé að koma í ljós mikilvægi þessarar ágætu þjónustu sem veitt hefur verið undanfarið. f Svíþjóð sýna skýrslur að fyrir 25 árum voru fyrir- burðarfæðingar — dáin börn — „perintal mortalitet“ með- al Rhesus kvenna 30—50%, nú hefur talan lækkað um helming og rúmlega það. Á þessum árum hefur einnig tekist að hindra fæðingu fyrirburða almennt um y3 og mikið áunnist í sambandi við fósturlát. Sennilegt er að svipaður árangur hafi náðst hér heima, en um það hefi ég engar tölur. Mikilvægi mæðraskoðunar er óumdeilanleg, það mun öllum ljóst, sem á annað borð fást til að hugsa um þessi mál. Mæðraeftirlitið hefur einnig á stefnuskrá sinni að uppörfa mæðurnar til heilbrigðis bæði hvað mataræði og annað snertir, þótt ég hafi hinsvegar grun um að þar mætti gera betur. Aðstoð félagsráðgjafa er nú fyrir hendi — þótt í smáum stíl sé enn — en vex væntanlega með tíma og þörf — og allir eru sammála um að sálfræðingur og lögfræðingur þurfi einnig að koma inn í myndina, því mörg eru vandamálin og fleirri og stærri verða þau, eftir því sem tímar líða, ef að líkum lætur.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.