Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 14
62 LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ lítara af mjólk árlega og skákum við þar öllum þjóðum heims og höfum gert það um árabil. Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á því hvaða aldursflokkar drekka mesta mjólkina, en sennilega eru það unglingar, ef miða á við það, sem tíðkast erlendis. Þá koma börn, miðaldra fólk og loks gamalmenni. Islenzk mjólk er fyllilega sambærileg að gæðum við er- lenda, og ódýrari hér en víðast annars staðar. Hreinlæti og gæði í mjólkuriðnaði hefir verið í örri framför og nú eru sérmenntaðir mjólkurfræðingar við nær öll mjólkur- bú á landinu og fullkominn tækjabúnaður. Hágerils- neyðing er nýtilkomin hér. Dauðhreinsun og hágerlisneyð- ing miða að því að lengja geymsluþol mjólkurinnar án þessa að hún þurfi kælingu en það er mikil bylting í geymslu og meðferð mjólkur. Tankvæðing ryður sér nú æ meir til rúms. Mjólkin kem- ur þá beint úr kúnum eftir lokuðum leiðslum mjaltavél- anna og beint í lokaðan kæligeymi. Þaðan fer mjólkin í leiðslum í lokaðan tank mjólkurbílsins og úr honum í lok- aðan tank mjólkurbúsins og úr þeim í neytendaumbúðir. Þannig kemst mjólkin aldrei í teljandi snertingu við and- rúmsloftið fyrr en á matarborðinu. Neyzlumjólk er þó ekki öll gerlisneydd, því að bændur selja um þrjár milljónir lítara beint til neytenda og nota síðan sjálfir um 11,5 milljónir, en rúmlega 105 milljónir koma í mjólkurbúin. Á síðastliðnu ári var heildarframleiðsla mjólkur hér- lendis um 120 milljónir kílóa, einn lítri er 1.03 kíló. Þar af voru 57.8 milljónir drukknar í formi nýmjólkur og súr- mjólkur, en hinar 62 milljónirnar fóru til vinnslu mjólk- urafurða. Að lokum tók ég síðan saman nokkrar tölur um neyzlu annara íslenzkra landbúnaðarafurða. Kjötneyzla fer vaxandi með ári hverju og er dilkakjöt yfirgnæfandi mest af því kjöti, sem íslendingar neyta. Þar

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.