Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 63 borðar hvert mannsbarn í landinu að meðaltali 40—45 kíló árlega. Önnur kjötneyzla, svo sem svína- og nauta- kjötneyzla er hverfandi í samanburði við hina. Um síð- ustu áramót var sauðfé 786 þúsund, nautgripir 59 þúsund, þar af 35 þúsund mjólkurkýr og nokkur þúsund svín. íslenzka dikakjötið er mjög gott, enda verður það til við góð skilyrði. Lömbin alast upp á góðu kjarnfóðri yfir sumarið, engin mengun er í högunum, vatnið hreint, skepnurnar ganga ekki í hús og er síðan lógað þegar kjöt- gæðin eru mest. Grænmetisverzlun landbúnaðarins gefur þær upplýsing- ar að fslendingar borði að meðaltali 50—60 kíló af kartöfl- um á mann árlega. Þegar kaupgeta almennings er lítil er kartöfluneyzla í hámarki þar sem kartöflur eru mjög ódýr fæða. Meðalársneyzla landsmanna er 110 til 120 þús- und tunnur, tunnan tekur 190 kíló og eru þá útsæðis- kartöflur taldar með en þær eru um 15% af heildarsölunni. Ef næringargildi og magn kartaflna er miðað við eitt kíló af mjöli í brauði gefa 5—7 kíló af kartöflum álíka margar hitaeiningar og eitt kíló af mjöli auk þess sem ýmis bætiefni eru í kartöflunum, sem ekki eru í mjölinu. Má því vissulega líta á kartöflur sem megrunarfæði þar sem þær eru heppilegt fyllifæði fyrir magann. fslenzk garðyrkja á eflaust mikla framtíð fyrir sér vegna jarðhita og rafvæðingar. Aðalframleiðsla garð- yrkjamanna nú eru tómatar og gúrkur. Á síðastliðnu ári voru framleidd 400 tonn af tómötum og 200 af gúrkum. Auk þessa eru framleiddar gulrætur, steinselja, salat, grænkál, paprika, hreðkur og jafnvel eitthvað af melónum og fer fjölbreytin vaxandi með hverju árinu sem líður. Læt ég síðan þessu landbúnaðarspjalli lokið. Jólianna Jóhannsdóttir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.