Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Blaðsíða 16
64 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ÓTRIJLEG SAGA í sumar urðu opinber blaðskrif í Noregi í sambandi við fæðingu hjá konu einni í Stafangri. Vakti mál þetta að vonum mikla undrun manna og ágrip af sögu þessari birt- ist síðan í Norska Ljósmæðrablaðinu og endursegi ég sög- una hér í stuttu máli. Konu í Stafangri ýtt út af lœknnigastofu. Fœddi á gólf- iö Kona, er komin var að því að fæða barn sitt var rekin á dyr á lækningastofu í Stafangri. Legvatnið var farið tveim dögum áður, og hún fann að höfuð barnsins var að þrýstast niður, enda datt barnið blátt áfram á gólfið og lá þar. Móðir og barn voru síðan lögð á sjúkrahús bæjar- ins, og er blaðafregnin var rituð lá barnið þar í súrefnis- kassa og var ekki vitað hvernig því myndi reiða af. Faðir barnsins fór með málið í blöðin og er frásögn hans á þessa leið. Tveim dögum fyrir fæðinguna hringdi konan til læknis- ins og sagði að vatnið væri farið. Hún fékk viðtalstíma næsta dag þótt læknirinn drægi frásögn hennar mjög í efa. Að skoðun lokinni sagði hann að vatnið væri ekki farið, þetta myndi hafa verið þvag. Hún skyldi vera liin rólegasta því ekki væri nálægt því komið að fæðingu. Daginn eftir fann konan að hríðir voru byrjaðar og barnið var að fæðast. Bað hún þá lækninn í síma að koma heim til sín. Henni var sagt að koma á stofuna. Eftir athugun þar var hún sett fram á biðstofu og sagt að fara. Aðstoðarstúlka læknisins beinlínis ýtti konunni út úr dyr- unum. Konan fann að höfuð barnsins var á leiðinni og tróðst aftur inn á stofuna. Þar stóð hún og fékk við ekk- ert ráðið en barnið datt í gólfið. Þá fyrst kom læknirinn til hjálpar. 1 blaðaviðtali á læknirinn síðan að hafa sagt að hann

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.