Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 5
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ 77 nemum sínum út í horn, svo við kæmust fyrir og frk. Þor- björg rýmdi til fyrir okkur, ýmist í kennslustofum fyrir bóklegt eða verklegt. Og enn njótum við gestrisni hennar í sambandi við verklegar æfingar. — En þann 23. okt. fengum við húsnæði í Grensásheimilinu. Þá var okkur svipað innanbrjósts og ungum hjónum sem stíga fæti í nýreist hús. Þó verður þetta húsnæði ekki til frambúðar. Þegar nýr skóli byrjar og er staðsettur í húsnæði sem er ekki fyllilega lokið og heldur ekki ætlað fyrir kennslu, er eðlilegt að aðstaðan fullnægi ekki öllum kröfum. Það kemur þó mest niður á kennurunum. María Pétursdóttir og hjúkrunarkennararnir eru önnum kafnar kafnar við að útvega það sem þarf og útbúa sem beztu kennsluað- stöðu. Þær hafa örugglega ekki unnið samkvæmt 40 stunda vinnuviku. Þó Guðrún Marteinsson brýni fyrir okk- ur hvað nægur svefn sé nauðsynlegur, er ég hrædd um að hvorki hún né hinir kennararnir hafi lifað eftir því að und- anförnu. En mér er óhætt að segja að við unum hag okkar hið bezta við þetta nám. Það er að vísu undarleg tilfinning að setjast á skólabekk eftir margra ára hlé, en skemmtilegt engu að síður. Stundum finnst manni lærdómurinn tor- skilinn og svartsýnin verður yfirgnæfandi, en svo rofnar til aftur. — Það er of snemmt að segja nokkuð um hvernig okkur gengur. En þetta hefur byrjað vel og nú er víst mest undir okkur sjálfum komið hvernig tekst til. Von- andi ber erfiði kennaranna þann árangur, að eftir 2 ár út- skrifist 23 ljósmæður með hjúkrunarmenntun.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.