Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 8
80 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ vernd, líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdóma- og sýklafræði, lyfjafræði, lyflæknisfræði, handlæknisfræði, sálarfræði og geðsjúkdómafræði. Aðrar námsgreinar eru margar. Það eru eðlis- og efnafræði, barnasjúkdómsfræði, kvensjúk- dómafræði, fæðingarhjálp, hjúkrunarsaga, hjúkrunarsið- fræði, næringarefnafræði og sjúkrafæði, félagsfræði, spítalastjórn, rannsóknir, hjálp í viðlögum og nokkrar fleiri. Verknám fer fram í Landspítala, Borgarspítala og auk þess eru alltaf nokkrir nemendur í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Bóknám ljósmæðranema er tæplega 700 kennslustundir og spannar nokkuð jafnt yfir tvo vetur. Þeir eru að vísu tvær fyrstu vikurnar við bóknám, er svarar til um 70 stunda. Síðan eru þeir í verknámi og í bóknámi jafnframt eða um 2 stundir á dag, 5 daga í viku og sækja kennslu- stundir, þótt þeir séu á næturvöktum, kvöldvöktum eða eigi frídag. Aðalnámsgreinar eru: Fæðingarfræði og fæð- ingarhjálp, líffæra- og lífeðlisfræði og barnasjúkdómar. Aðrar námsgreinar eru lyfjafræði, svæfingar og deyfing- ar, sálarfræði, hjúkrunarfræði, hjálp í viðlögum og starfs- stellingar. Þessi samanburður á námsgreinum leiddi í ljós, að nokkrar sömu greinar voru kenndar í báðum skólunum og í sumum tilfellum notaðar sömu kennslubækur. Þetta nam um 260 stundum í bóknámi. Ef gera mátti ráð fyrir sömu gæðum af sama magni mátti ætla, að þetta nám þyrftu ljósmæður ekki að endurtaka, og mætti stytta bóknám þeirra sem því svaraði í hjúkrunarnámi. Verknám á deild- um, utan kvensjúkdómadeildar, hluta af skurðdeildarnámi og ungbarnaeftirliti, þyrftu þær að taka, en vegna starfs- þjálfunar í sjúkrahúsi ættu þær að vera fljótari að nema, og gætu því ef til vill komizt af með styttri tíma á hverri deild. Að þessum samanburði loknum virtist mér, að ljósmæð- ur með tveggja ára nám frá Ljósmæðraskóla íslands og

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.