Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 10
82 LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ gert ráð fyrir og þrengdi því óþægilega að húsakynnum þessara skóla. Á s.l. vori var samþykkt á Alþingi frumvarp til laga um stofnun nýs hjúkrunarskóla í tengslum við Borgarspítal- ann. Skólanefnd fyrir þann skóla var skipuð s.l. sumar og fyrsta verk hennar var að auglýsa stöðu skólastjóra og svipast um eftir skólahúsnæði. María Pétursdóttir var ráðin skólastjóri og bráðabirgðahúsnæði fengið skammt frá Borgarspítalanum í hinni nýju Grensásdeild spíatlans. Ekki verður nýr skóli skipulagður á nokkrum vikum. Til þess þarf alltaf mikinn og nákvæman undirbúning, ekki sízt nú, er margt nýtt er í skólamálum og ýmislegt all- forvitnilegt varðandi hjúkrunarnám. Það þótti því á margan hátt góð lausn, er stjórn nám- skeiðsins fór þess á leit við stjórn hins nýja skóla og við- komandi ráðuneyti, að hjúkrunarnám ljósmæðra yrði flutt yfir í skólann og yrði fyrsti hópurinn er þar lærði og þaðan brautskráður. Það nám var búið að skipuleggja og auðvelt að flytja án mikillar undirbúningsvinnu. Það var samþykkt af viðkomandi aðiljum, og nú er aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. Verknám þessara nemenda verður í Borgarspítalanum, Landspítalanum, Kleppsspítalanum og Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Arshátíð Árshátíð Ljósmæðrafélags Islands verður haldin að Hótel Sögu föstudaginn 19. janúar 1973 í Átt- hagasalnum. Stjórnin

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.