Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 87 ÚR ÝMSUM ÁTTUM Bréf þetta sendi stjórn Ljósmæðrafélagsins í haust og birtist það hér, ásamt svari: 23. okt. 1971 Til stjórnar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Stjórn Ljósmæðrafélags íslands vill vekja athygli stjórnarmanna á því, að hún álítur, að sá ráðningarmáti, sem viðhafður hefur verið á Fæðingadeild Landspítalans — og er — er að okkar mati ósanngjarn og óeðlilegur og teljum því fyllstu ástæðu til að óska eftir mati stjórnar Bandalagsins á ráðningarformi því, sem þar tíðkast. Sá háttur er á hafður, að nýútskrifaðar ljósmæður eru eigi ráðnar nema til eins árs og að því ári liðnu þykir við hæfi að segja viðkomandi upp starfi, ef ráðamönnum býð- ur svo við að horfa og er þetta framkvæmt hiklaust, þó sú sem í hlut á hafi reynzt hin hæfasta í starfi. Uppsagnir eru með litlum fyrirvara, allt niður í Y» mánuð. Okkur þykir einnig ástæða til að geta þess hér, að við undrumst og hörmum, hve mjög er gengið á starfssvið ljósmæðra á þessari stofnun, ýmist með ráðningu hjúkr- unarkvenna eða sjúkraliða í þau störf, sem við teljum óumdeilanlega starfssvið ljósmæðra og þetta gerist á sama tíma og þjóðin stynur undan hinum alkunna hjúkrunar- kvennaskorti. Við leyfum okkur því að senda yður afrit af bréfum, sem félag okkar hefur nýlega sent til ráðherra og stjórn- arnefndar ríkisspítalanna til að kynna sjónarmið okkar varðandi þessi mál. Virðingarfyllst, Steinunn Finribogadóttir, formaður

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.