Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 19
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ 91 1500.00, þetta skerðir ekki rétt til dvalar um aðalorlofs- tímann. Þar sem B.S.R.B. hefur umsjón með bústöðunum, yfir veturinn, ber að snúa sér til þeirra. Leigjendur fá allan rúmfatnað, en verzlunin og veitingahús er ekki starfandi. Frá stjórninni: Að gefnu tilefni vill stjórnin vekja athygli á launatöflu ríkisstarfsmanna, sem gildir frá 1/6 1972 og þá sérstak- lega vísa til mánaðarlauna og tímakaups í 14. launaflokki, sem ljósmæður fá greitt eftir. Mánaðarlaun Byrjunarlaun Eftir 1 ár Eftir 6 ár 26.770,00 28.408,00 30.046,00 Tímakaup Dagvinna Yfirvinna Vaktaálag 161,27 267,70 52,65 Kaupgreiðsluvísitala er 117,00. Launin eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og kjararáðs BSRB frá 19/12. 1970. og dómi kjaradóms frá 8/3. 1972. Dagvinnutímakaupið er ákveðið af f jármálaráðuneytinu, en ekki um það samið í kjarasamningi. Af dagvinnukaupi skal greiða 8,33% í orlofsfé. Alþjóðlegt Ijósmœðraþing I tilefni af fimmtíu ára afmæli Alþjóðsambands ljós- mæðra var haldið þing samtakanna í Washington nú fyrir skömmu. Þing þetta sóttu rúmlega 2000 fulltrúar frá 49 þjóðlöndum þar af þrír frá Islandi, þær Hulda Jensdóttir og Steinunn Finnbogadóttir frá Ljósmæðrafélagi Islands og Helga Níelsdóttir frá Ljósmæðrafélagi Reykjavíkur. Mun verða nánar skýrt frá för þessari í næsta blaði. J. J.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.