Neisti - 20.02.1983, Blaðsíða 1

Neisti - 20.02.1983, Blaðsíða 1
Málgagn Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra l.tölublað Laugardagur 20. febrúar 1983 5l.árgangur Dr. Jón Sæmundur Sigur jónsson: Dæmalaus ferill sjávarútvegsráðherra Sjávarútvegur er undirstöðu- atvinnuvegur íslendinga. Mikið er í húfi að vel sé unnið á því sviði, bæði af háum og lágum. Það er hins vegar sorgleg stað- reynd, að það virðist sama hversu mikið sjómenn og land- verkafólk leggja að sér. Ef stefnulaus hringlandi ríkir hjá forustunni er stór hluti erfiðis verkafólksins unninn fyrir gýg. Það er talað um að kreppan sé farin að berja á dyr og stjórn- arherrarnir vilja kenna stöð- unni í alþjóðamálum þar um. Svo mikið er víst, að efnahags- vandræði nágrannaþjóðanna eru ekki ný af nálinni, þannig að einhverjir varnarmúrar hafa gefið eftir þegar þau vandræði eru alh í einu farin að hafa áhrif hér á landi. Þau kreppuáhrif, sem ís- lendingar eru þegar farnir að kynnast. aukið atvinnuleysi, aukin greiðsluvandræði bæði hjá fyrirtækjum og einstakling- um, aukin gætni í innkaupum verslunarinnar o.s.frv., eru að stærstum hluta heimatilbúin. Ferill sjávarútvegsráðherra í þessu sambandi er með slíkum hætti að dæmalaust verður að teljast. Þetta er sennilega sá dýrasti ráðherra, sem Islend- ingar hafa haft bæði fyrr og síðar. Engum er þó alls varnað. og ekki Steingrími heldur. Samherjar Steingríms dást að dugnaði hans. Það er eðlilegt. En það er óttalegt. þegar ráðist er af dugnaði í að framkvæma rangar ákvarðanir. Sú pólitík er rekin a baki launafólks. Það borgar brúsann með verri af- komií. LEYFILEGT AFLAMAGN Allir vita að gæði lífsins eru takmörkuð. Stjórnmál ganga að stórum hluta út á það að leið- rétta misskiptingu þessara gæða. sem orðið hafa í frjálsum samskiptum manpa á meðal. Þar er vissulega oft vandratað meðalhófið. Á seinni árum hefur mönnum einnig orðið æ ljósari sú staðreynd. að gæði náttúrunnar eru allt annað en óendanleg. Sé jafnvægi náttúr- unnar raskað á óprúttinn hátt er voðinn vís. Saga Norður- landssíldarinnar kennir okkur hver niðurstaðan er. þegar dugnaður og röng stefnumörk- un fara saman. Þá má segja. að menn hafi ekki vitað betur. Fiskifræðingarnir voru þá ekki það langt komnir. Síðustu tíu árin hefur þessum vísindum þó fleygt það fram. að það er full- (u Wm^, Dr. Jón Sœmundur Sigurjónsson komið ábyrgðarleysi að hundsa niðurstöður þeirra. Samherjar Steingrims segja, að honum verði ekki kennt um aflabrest. Hann ráði ekki göng- um fiskanna í sjónum. Það verði menn að gera upp við forsjónina. Engu að síður hafa fiskifræðingar viljað hafa hönd í bagga með forsjóninni og þessvegna lagt til veiðitak- markanir í a.m.k. heilan áratug. Sú loðna, sem hefði átt að veiðast sl, haust, hefði átt að verða til sem hrogn vorið 1980. ítrekaðar tillögur fiskifræðinga eftir margendurteknar rann- sóknir voru að ekki skyldi veiða nema tæp 300 þús. tonn af loðnu frá 1, janúar 1980 til ver- tíðarloka. I bréfi til sjávarút- vegsráðherra í janúar 1980 sögðu þeir Hjálmar Vilhjálms- son og Jakob Jakobsson að frekari veiðar úr loðnustofnin- um á þessu tímabili væru „utan skynsamlegra marka". Þrátt fyrir þessar aðvaranir heimilaði Steingrímur 33% aukningu loðnuveiða. Árið 1975 var hrygningar- stofn loðnunnar AVi milljón lesta. í ársbyrjun 1979 var stofninn kominn niður í 1,3 milljónir lesta. en þá þegar hafði Kjartan Jóhannsson. þáv. sjávarútvegsráðherra. beitt tak- mörkunum og stöðvunum á loðnuveiðar. Fyrsta verk Stein- gríms. er hann tók við, var að auka heimildir til loðnuveiða, þannig að í ársbyrjun 1980 var stofninn kominn niður í 800 þús. lestir. Á síðasta ári var samt sem áður leyfður 617 þús. tonna aflakvóti. Árni Gunnarsson hefur margsinnis gert ofveiði loðn- unnarsérstaklega að umtalsefni í fjölmiðlum og þingsölum og varað við henni. Tvívegis á þinginu 1981—1982 krafðist Árni þess að loðnuveiðar yrðu stöðvaðar án þess að sjávarút- vegsráðherra sinnti því. Ekkert gerðist. Nú súpa menn seyðið af því. Loðnuveiðibannið kom alltof seint og ekki fyrr en enga bröndu var að fá, hvort eð var. Vinnslustöðvarnar á Norður- landi hafa orðið fyrirómældum búsifjum vegna hringlanda- háttar og geðleysis ráðherrans. En Steingrímur ber enga ábyrgð gerða sinna frekar en aðrir kommissarar rányrkju- stefnunnar. Hverjum var ætlað að taka afleiðingunum? Fyrst og fremst sjómönnum og í ann- an stað launþegum í landi. Ráðherrar rányrkjustefnunnar kunna nú engin önnur ráð en að taka af hlut sjómanna og af launum launþega og leggja í sjóði atvinnurekenda. Nú þegar reikningurinn er kominn eiga menn aðeins eftir að kvitta fyr- ir. En ekki er riðið við einteym- ing. Hrun loðnustofnsins kem- ur ekki bara við kaunin á fólki i landi. Loðnan er ein megin- uppistaðan í fæðu þorsksins. Það leikur lítill vafi á því að tregur afli báta fyrir Norður- landi og óvenjuleg hegðun þorsksins þar, 4 m. a. rætur að rekja til þess að loðnan, sem er undirstaða fæðu þorsksins á þessum slóðum á vissum árs- tímum. er nánast horfin. Árin 1980 og 1981 heimilaði sjávar- útvegsráðherra samtals 200 þúsund tonna meiri þorskafla en fiskifræðingarnir töldu ráð- legt. Afleiðingin var að sjálf- sögðu sú að þessi ár urðu algjör Framhald á 5. síðu Þessi ríkisstjórn hefur gert oflítið Ólafur Jóhannesson, ráðh. Ríkisstjórnirt er komin íþrot. Ingvar Gíslason, ráðh. Engir bíða útfarardagsins með jafnmikilli óþreyju og aðstandendur þessarar ríkisstjórnar. Stefán Jónsson, alþm. PÚNKTAR % Eiður Guðnason mælti fyrir þingsályktunartillögu þess efnis, að Islendingar mótmæltu samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins um al- gjört bann við hvalveiðum frá og með árini 1986. Nokkrir þingmenn, þ. á m. sjávarútvegsráðherra, voru sama sinnis, meðan aðrir óttuðust áhrifin sem þetta kynni að hafa á fiskmarkaði okkar erlendis vegna mótmæla hvalverndunarmanna. Athygli vakti, að enginn þing- manna taldi náttúruverndarsjónarmið vega þungt í þessu sambandi. Alþingi samþykkti með 29 : 28 atkvæðum að mótmæla ekki þessu banni, þannig að íslendingar hafa afsalað sér réttinum til hvalveiða. % Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú heimilað rækjuveiðar á Axar- firði að nýju, eftir nánast tveggja ára hié á veiðum þar. Það er fyrirtækið Sæblik, sem leyfi hefur fengið til veiðanna, og munu þær væntanlega hefjast í byrjun febrúar. % Fiskveiðisjómenn fá sent ókeypis lesefni frá hinu opinbera. Sjó- mennirnir fá að lesa erindi sem flutt voru á ráðstefnu um orku- sparnað á fiskveiðum. Þetta er einn liður í aðgerðum stjórnvalda til að reyna að draga úr orkunotkun í sjávarútvegi. Ákveðið hefur verið að verja nokkru fé úr gengismunasjóði til lánveitinga í þessu skyni. Fyrst um sinn er ætlunin að aðstoða einvörðungu þau skip sem falla undir skrapdagakerfi ráðuneytisins og hyggjast breyta yfir í svart- oliu. Athyglisvert er í þessu sambandi, að orkureikningar Akur- eyrartogara, sem ganga fyrir gasolíu, voru ekki hærri en orkureikn- ingar Reykjavíkurtogara, sem ganga fyrir syartolíu. Viðhaldskostn- aður Reykjavíkurtogaranna var hins vegar mun hærri á síðasta ári. % í júlí á síðasta ári skilaði starfshópur Steingríms Hermannssonar tillögum um lausn á rekstrarvanda sjávarútvegsins, sem fólst í framlagi ríkissjóðs upp á 250 milljónir króna og sitt hvorum 30 miiljónunum frá Fiskveiðasjóði og Aflatryggingasjóði. Þetta kallaði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra „botnlaust óraunsæi" og spurði „hvar í nálægu landi slík endaleysa gæti viðgengist". Þótt þarna rataðist kjöftugum satt á munn gekk þó þessi stefna í meginatriðum eftir. Ragnar setti að vísu hljóðan, en virðist að öðru leyti líða bara dægilega í öllu sukkinu. Coldwater selur í og 200 milljónum 0 Áætlað er að söluverðmæti fiskafurða er Bandaríkjunum á þessu ári nemi milli 190 bandarískra dollara. Þetta mun vera álíka upphæð og selt var fyrir til Bandaríkjanna árið 1981. Coldwater er dótturfyrirtæki Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsanna. % Vandræði komu upp á síðasta ári í saltfiskútflutningi er Portú- galar kvörtuðu undan lélegum gæðum. Fram kom að mistök höfðu átt sér stað hér heima í flokkun fisksins. Eins var sagt, að menn væru ekki nógu vel að sér í notkun kæligeymsla. í flutningnum verður fiskurinn blautari en æskilegt er og skemmist að hluta. Þar að auki var fiskurinn því miður að hluta til illa verkaður svo og nokkuð af hráefninu ekki nógu gott. •wWbit Framsóknarlagið: Bitiframan, blaðstýft aftan — tilaðplata Steingrím. —

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.