Neisti - 20.02.1983, Blaðsíða 3

Neisti - 20.02.1983, Blaðsíða 3
NEISTI 3 Guðbrandur Gíslason: Um verðlagningu sjávarafurða — erfiðasta ákvörðunin oft á ári hverju? POPPHORNIÐ DO YOU REALLY WANT TO HURT ME Meðan við íslendingar drög- um fisk úr sjó verður deilt um fiskverð og þarf engum að þykja það óeðlilegt, því fáar ákvarðanir í þjóðlífinu eru jafn vandteknar og fiskverðs- ákvarðanir. Samkvæmt lögum um starfsemi Verðlagsráðs sjávarútvegsins frá 1961 og 1974 er meginverkefni ráðsins „að ákveða lágmarksverð á öll- um tegundum fersks sjávarafla. úrgangsfiski og fiskúrgangi, sem seldur er til vinnslu hér á landi eða selja skal í skip eða annað flutningstæki til útflutn- ings óunninn". Það gefur auga leið, að Verðlagsráð verður að taka mið af fjölmörgum atrið- um við verðákvarðanir, og eru þessi helst: 1) Markaðsverð sjávarafurða erlendis. 2) Framleiðslukostnaður og afkoma fiskvinnslunnar. 3) Útgerðarkostnaðúr og afkoma útgerðarinnar. 4) Tekjur sjómanna og launa- þróun í landinu yfirleitt. 5) Almennar aðstæður í þjóðarbúskapnum. Við hverja verðákvörðun er Verðlagsráð skipað tólf mönn- um. sex frá fiskseljendum og sex frá fiskkaupendum. Af hálfu fiskseljenda eru að meginreglu þrír fulltrúar frá útvegsmönnum, tilnefndir af L.Í.Ú.. og þrír frá sjómönnum. og er einn tilnefndur af hverju þessara samtaka: A.S.Í., S.S.Í. og F.F.S.Í. Af hálfu fiskkaup- enda er ráðið hverju sinni skip- að eftir því, hvaða verð skal ákveða. Þegar fjallað er um al- mennt fiskverð (þ. e. verð á þorski. ýsu. ufsa, karfa og öðr- um botnfiskum) sitja því í Verðlagsráði þrír fulltrúar frá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, einn frá fiskvinnslu- stöðvum á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga, einn frá Sambandi ísl. fiskframleiðenda og einn frá Samlagi skreiðar- framleiðenda. Við ákvörðun verðs á síld og loðnu eða öðrum fisktegundum til bræðslu eru fulltrúar kaupenda tilnefndir af samtökum síldar- og fiski- mjölsverksmiðja og Síldarverk- smiðjum ríkisins. en hins vegar af samtökum síldarsaltenda. þegar ákveða skal verð á síld til söltunar. Sérstakar reglur eru um skipan ráðsins. þegar fjallað er um verð á fiskúrgangi. enda geta þau viðskipti verið á milli vinnslustöðva. og þá ráðið skipað í samræmi við það. Ef ekki næst samkomulag í Verðlagsráði fyrir tilskilinn tíma. er ágreiningsatriðum vís- að til sérstakrar yfirnefndar. sem skipuð er fimm mönnum. Eru tveir þeirra tilnefndir af fiskseljendum. annar úr hópi fulltrúa sjómanna. en hinn úr hópi fulltrúa L.Í.Ú.. og má hann ekki eiga neina aðild að fiskkaupum. Fiskkaupendur í Verðlagsráði tilnefna tvo menn, en oddamaður er forstöðumað- ur Þjóðhagsstofnunar eða full- trúi hans. Eru úrskurðir yfir- nefndar fullnaðarúrskurðir og ræður meirihluti atkvæða úr- slitunum, eins og kveðið er á um í lögunum. í allmörg ár eftir stofnun Verðlagsráðs vann það störf sín í fullu samræmi við lög þau, sem það á að starfa eftir. Þá var fiskverð rætt á fjölmörgum fundum í sjálfu Verðlagsráðinu áður en því var vísað til yfir- nefndar, ef ekki náðist sam- komulag í ráðinu. Á síðari ár- um hefur hins vegar sú breyting orðið á starfsháttum við ákvörðun fiskverðs, að tólf manna nefndin vísar málum æði oft til yfirnefndar, og eru í raun langflestar almennar fisk- verðsákvarðanir teknar þar. Þó kemur það oft fyrir að ákvörð- un um verðlagningu almennra tegunda er ekki vísað til yfir- nefndar, heldur er hún tekin í tólf manna nefndinni, ráðinu sjálfu. Ástæðan fyrir þessu aukna hlutverki yfirnefndar er eflaust sú, að þeir sem oftast starfa í yfirnefndinni verða hæfastir til ákvarðanatöku hverju sinni. Þeir lifa og hrærast í þessu starfi misseri eftir misseri, og kynna sér best allar þær fjölmörgu upplýsingar, sem berast frá Þjóðhagsstofnun og eiga að auðvelda nefndarmönnum að glöggva sig á þeim fjölmörgu atriðum, sem taka verður tillit til við verðlagsákvarðanir. Til þess að lesendur geti glöggvað sig betur á, hversu flókin verðlagsákvörðun er hverju sinni, fer hér á eftir lausleg upptalning á þeim gögnum sem nefndarmenn í Verðlagsráði og yfirnefnd verða að kynna sér hverju sinni, eigi ákvörðun þeirra um al- mennt fiskverð að hvíla á þekkingu og tilliti til þeirra þátta atvinnugreinarinnar og aðstæðna í þjóðfélaginu. sem samkvæmt lögum eru grund- vallandi. Þess ber að geta, að upptalning þessi er hvergi nærri tæmandi. enda leggja fulltrúar í Verðlagsráði og yfirnefnd oft fram eigið efni. en hún gefur þó vísbendingu um umfang efnis- ins. Útflytjendur sjávarafurða. Viðskiptaráðuneytið. Hagstof- an og Þjóðhagsstofnun leggja fram upplýsingar um markaðs- verð hverju sinni. auk þess sem verðskráning ýmissa afurða er- lendis liggur fyrir í sértímarit- um og fréttabréfum um mark- aðsmál og er af þeim lestri hægt að fá vísbendingu um mark- aðsþróun. Þá eru skýrslur Hagstofu og Fiskifélagsins um framleiðslu. birgðir og útflutning nauðsyn- legar fyrir mat á líklegu mark- aðsverði á framleiðslu hvers verðtímabils. Þar að auki eru aflaskýrslur Fiskifélagsins mik- ilvæg gögn. ekki síst varðandi verðflokkaskiptingu aflans á hverju tímabili, en hún hefur mikil áhrif á tekjur sjómanna eins og kunnugt er. Þá er nauð- synlegt að hafa hliðsjón af skýrslum Hafrannsóknastofn- unarinnar um stærðardreifingu fisktegunda, þegar breytingar hafa verið gerðar á verði eftir stærðarflokkum fisksins. Þjóðhagsstofnun sendir nefndarmönnum skýrslur urn framleiðslukostnað og afkomu fiskvinnslunnar, auk þess sem stofnunin semur árlega heild- aryfirlit yfir rekstur fiskiskipa- flotans, og er það yfirlit flokkað eftir útgerðargreinum. Fram- reiknar stofnunin breytingar á tekju- og gjaldaliðum fyrir- tækja í útgerð og fiskvinnslu og reynir þannig að draga upp mynd af rekstrarstöðunni eins og hún er hverju sinni. Þjóðhagsstofnun semur reglulega og birtir verðvísitölur um fiskverð. Þá vinnur stofn- unin á hverju ári úr úrtaki úr skattframtölum kvæntra verka-, sjó- og iðnaðarmanna, þannig að greina megi þróun tekna sjómanna i samanburði við tekjur manna í öðrpm at- vinnugreinum. f' Af þessari upptalningu má ráða hversu flókin ákvörðunin um almennt fiskverð er. Það er því ekki að furða að sérhæfing- ar við fiskverðsákvörðun sé farið að gæta til muna, eins og fram kemur með auknum um- svifum yfirnefndar. Heldur þarf engan að undra þótt aldrei verði menn á eitt sáttir um ákvarðanir Verðlagsráðs og yf- irnefndar, því þær verða aldrei annað en bráðabirgðalausnir á efnalegri togstreitu sitthverra hagsmunaaðilanna. og sú tog- streita verður seint lögð niður. Hvort hyggilegra er að beita öðrum aðferðum við ákvörðun fiskverðs en þeim, sem hér hef- ur verið lýst. skal látið ósagt. Megn óánægja hefur lengi ríkt hjá sjómönnum yfir þvi að tekjur þeirra skuli taka mið af afkornu útgerðar og fisk- vinnslu, en á formannafundi Sjómannasambands íslands í janúarlok var þó ákveðið að sjómenn myndu áfram halda fulltrúa sínum í Verðlagsráði og þarmeð lúta ákvörðunum þess um fiskverð. Virðist því einsýnt að Verðlagsráð og yfirnefnd þess muni starfa áfram í bráð eins og hingað til. eða a.m.k. þar til aðrar og betri leiðir til fiskverðsákvörðunar fá fylgi rneðal ráðamanna þjóðarinnar. (Byggt m. a. á grein í Tima- ritinu Ægi. 1978. um Starfsemi Verðlagsráðs sjávarútvegsins eftir Jón Sigurðsson. forstjóra Þjóðhagsstofnunar). Höfundur þessarar saman- tektar er fyrrv. ritstjóri Sjó- mannablaðsins Víkings. Qive me tlme To realize my crime Let me love and ateal I have denced Ineide your eyes How can I be real Do you realty want to hurt me Do you really want to make me cry Predous klsses Words that bum me Lovers never ask you why In my heart The flre’s bumlng Choose my coiour Hnd a star Predous people atways tell me That’s a step A step too far Do you really want to hurt me Doyourealtywanttomakemecry Do you really want to hurt me Do you really want to make me cry Words are few I have spoken I could waste a thousand years Wrapped In sorrow Words are token Come Inslde and catch my tears You’ve been talking but belleve me If it’s true You do not know Thls boy loves without a reason l’m prepared to let you go If it’s love you want from me Then take It away Everything Is not what you see It’s over today ...... .............................. Lögtaksúrskurður Bæjarfógetinn á Siglufirði hefur kveðið upp svohljóðandi lögtaksúrskurð: Lögtök til tryggingar gjaldföllnum en ógreidd- um útsvörum og aðstöðugjöldum álögðum á Siglufirði 1982, hækkun sömu gjalda samkvæmt úrskurði skattstjóra, ásamt áföllnum dráttarvöxt- um og kostnaði við lögtakið og eftirfarandi upp- boð, ef til kemur, mega fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar um úrskurð þennan, á kostnað gjaldenda en á ábyrgð bæjar- sjóðs Siglufjarðar. Siglufirði, 16. 02. 1983 Innhcimta Siglufjarðarkaupstaðar J^-| SIGLUFJARÐARKAUPSTAÐUR I Fasteignagjöld 1983 Fyrri gjalddagi fasteignagjalda var 15. janúar s.l. Eindagi var 15. febrúar. Síðari gjalddagi er 15. maí n. k. Þeir gjaldendur, sem ekki standa í skilum með fyrri hluta gjaldsins fyrir 28. febr. n.k. mega búast við lögtaki. Forðist óþarfa innheimtuaðgerðir með því að greiða á gjalddaga. Innheimta Siglufjarðarkaupstaðar

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.