Neisti - 20.02.1983, Blaðsíða 4

Neisti - 20.02.1983, Blaðsíða 4
4 NEISTI útgefandi: Alþýöuflokkurinn, Nl. vestra Ritstj. og ábyrgðarmaöur: Jóhann G. Möller Stefnan er að bæta kjöi fólksins í landinu. Stefna Alþýðuflokksins í sjávarutvegsmálum er í höfuð- atriðum þríþætt: (1) Skipuleggja á nýtingu fiskimiðanna þannig að afrakstur þeirra sé tryggður til frambúðar. (2) Fiskaflinn sé tekinn með þeim skipum og veiðarfærum sem hagkvæmust eru og stærð fiskiskipastólsins sé haldið í skefjum í samræmi við sóknarþol fiskistofna. (3) Lögð verði sérstök rækt við hagkvæma uppbyggingu fiskvinnslunnar í samræmi við fastmótaða byggðastefnu. í þessari stefnumörkun felst að frambúðarhagur en ekki stundargróði sé hafður að leiðarljósi við skipulag veiðanna. Eyðing síldarstofnsins og hrun loðnustofnsins eru dæmi um það, þegar stundargróðasjónarmið valda ómældu tjóni til frambúðar. Slíkir stjórnarhættir eiga að víkja. í annan stað telur Alþýðuflokkurinn að hafa beri stjórn á stærð skipastóls- ins, en beina fjármagni í hagræðingu, tæknilegar og rekstrar- legar framfarir í fiskvinnslunni, þar á meðal í bættan aðbúnað verkafólks. Alþýðuflokkurinn fór með sjávarútvegsmál í ríkisstjórn 1978-—80. Ýmsar ákvarðanir voru þá teknar í.samræmi við stefnumörkun flokksins. Fylgt var aðhaldssamri stefnu í fiskveiðimálum, til að nýta stofnana með skynsamlegum hætti án þess að ganga of nærri þeim. Þá var ákveðið að stöðva innflutning fiskiskipa, þar sem frekari stækkun fiskveiðiflotans umfram getu innlends iðnað- ar var álitin óhagkvæm. Þá ákvað sjávarútvegsráðherra Al- þýðuflokksins að auka heimildir Fiskveiðasjóðs til lánveitinga í fiskvinnslu með því að hækka lánsfjárhlutfall og lengja lánstíma á lánum til slíkra verkefna. * Þetta var gert í þeim tilgangi að stuðla að aukinni hag- kvæmni í rekstri, bættri nýtingu hráefnis og vinnuafls, orku- sparnaði og mengunarvörnum, svo og til þess að auka hlut fiskvinnslunnar í fjármunamyndun í sjávarútvegi. þegar allir helstu nytjafiskastofnar eru ýmist ofveiddir eða fullnýttir, er ljóst að afrkstur af greininni í heild verður ein- ungis aukinn með betri nýtingu aflans og þá einkanlega með framförum í fiskvinnslunni. Strax á þinginu 1980—81 fluttu þingmenn Alþýðuflokksins í efri deild fjögur lagafrumvörp, sem vörðuðu framkvæmd fiskveiðistefnu og stærð skipastólsins. Þessi fjögur frumvörp vörðuðu 1) Afnám heimildar fyrir ríkisstjórnina til að veita sjálf- virkar ríkisábyrgðir í sambandi við skuttogarakaup. (2) Um hagkvæmni í stærð og endurnýjun skipastólsins. (3) Um aukna áherslu á styrki til úreldingar á fiskiskipum og tekjur til þess að mæta því. (4) Um greiðslutryggingarsjóð fiskafla til þess að tryggja staðgreiðslu afla, þegar landað er utan heimahafnar. Síðasttalda lagafrumvarpinu var ætlað að auðvelda stöðv- um, sem búa við hráefnisskort að fá hráefni án þess að leggja í skipakaup. Þegar fiskiskipastóllinn er of stór er sú leið að bæta skipum í flotann til að tryggja hráefnisaðdrætti í einhver sjávarpláss harla óhagkvæm og beinlínis á kostnað þess flota, sem fyrir er, og reyndar þjóðarinnar allrar. Ýmsir útgerðaraðilar hafa látið þá skoðun í ljós, að þeir mundu reiðubúnir að láta skip sín landa utan heimahafnar ef staðgreiðsla aflans væri tryggð. Jafnframt er í vissum tilvikum a.m.k. fullt eins hagkvæmt að nýta staðgreiðslu af þessu tagi innanlands eins og að sigla með afla, en staðgreiðsla afla í sölum erlendis hefur einmitt stuðlað að siglingum með fiskafla. Frumvarpið um úreldingarsjóð. fiskiskipa gerði ráð fyrir stórauknu framlagi til þessa verkefnis. Mörg úrelt og óhagkvæm fiskiskip eru nú í rekstri. Eins og nú háttar til mun það styrkja afkomu útgerðarinnar í landinu að verja auknu fé til úreldingar frekar en til innkaupa á fiski- skipum. Meginatriðið er þó engu síður að skapa með þessum hætti svigrúm til endurnýjunar án þess að fiskiskipastóllinn stækki. Jafnframt því að stefna að hagkvæmri stærð skipa- stólsins verður að vinna að því, að fiskiskipin séu vel búin og veiti góðan aðbúnað. Eðlileg framþróun og endurnýjun verð- ur að eiga sér stað. Þótt togaraflotinn sé tiltölulega nýr er ljóst Nýí flotteínnínn frá Hampíðjunni heitír KRAFTFLOT. Fléttuð er kápa úr kraftþræðí utan um flotköggla, bæðí kúlur og sívalninga. Um tvær gerðír Kraftflots er því að velja. Teinninn er lípur í notkun, hann hringast vel vegna lögunar flotanna og þolir allt að 250 faðma dýpi. Uppdrif hans er 5-6 kg og slitstyrkur 3 tonn*. *Við hvetjum menn þó eindregið til að hlífa teininum við svo míklum átökum, því annars geta ílotin aflagast og misst við það nokkuð af flothæfi sínu. % Félag íslenskra fiskimjölsframleiðenda, orkusparnaðarnefnd iðnaðarráðuneytisins, Orkustofnun og Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins héldu ráðstefnu um orkunotkun og orkusparnað í fiski- mjölsiðnaði. Frekar þungt hljóð var í mönnum. Bæði reyndust orkusparandi tæki of dýr og allt mjög óljóst um hráefnisöflun. Þá voru kynntar nýjar hugmyndir verkfræðinga Landssmiðjunnar um nýja vinnsluaðferð, en skortur á opinberri fyrirgreiðslu stendur i veginum fyrir frekari framkvæmdum. að bátaflotinn er að ýmsu leyti úr sér genginn og þarfnast endurnýjunar og endurbóta. Að slíkri þróun er eðlilegt að stefna, en það verður| þó að gerast innan þeirra marka að heildarskipastóllinn vaxi ekki, heldur verði úr honum dregið. Tvö fyrsttöldu frumvörpin voru endurflutt á þinginu 1981—82. Fyrsta frumvarpið varð að lögum. Með því var tekin af Steingrími Hermannssyni, sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórninni heimild til þess að veita ríkisábyrgð í sambandi við .skuttogarakaup. Þetta var spor i rétta átt. Samþykkt Al- þingis á þessu var auðvitað til marks um að það hefði fengið meira en nóg af óráðsíunni hjá núverandi ríkisstjórn í skipa- innflurningi. Með rangri stjórnarstefnu hafa kjörin verið rýrð og verð- bólga aukin sem þessu nemur. Alþýðuflokkurinn telur hins vegar, að í hverjum einstökum málaflokki verði stefnan að miðast við að bæta kjör fólksins í landinu. Stefna og störf Alþýðuflokksins í sjávarútvegsmálum eins og öðrum mála- flokkum, miða að því framar öllu öðru. Starfsfólki og viðskiptavinum er óskað farsæls árs og friðar. ★ SKJÓL s/f. Sœmundargötu 3 Sauðárkróki

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.