Neisti - 20.02.1983, Blaðsíða 7

Neisti - 20.02.1983, Blaðsíða 7
7 Stjórn Siglósíldar hefur tryggt verk- smiðjunni hráefni til 7-8 mánaða vinnslu UTGERÐARMENN Við tökum að vísu ekki þetta fley í slipp hjá okkur. En við tökum alia báta upp að 150 tonnum. Sjáum um og útvegum alla þjónustu, svo sem rafvirkja, vélvirkja, málara o. fl. VIÐGERÐIR. ENDURBÆTUR, HREINSUN OG MÁLUN. Dráttarbraut Sigluf jarðar Símar 71516 eða 71655. Birgir Guðlaugsson framkvstj. heima 71225. Leitaðu ekki Hjá okkur færðu þakkjöl, þakrennur, kantjárn, hurðarstál og margt fl. úr stáli, járni og áli. Önnumst vélaviðgerðir, niðursetningu á vélum, skipa- og bátaviðgerðir. — Auk þess nýsmíði ýmiskonar eftir þínum óskum og þörfum. JÓN & ERLING Vélaverkstæði Gránugötu 13, Siglufirði. — Sími 71296 Heimasímar: Jón 71484, Erling 71293. DÁNARMINNING HALLDÓR KRISTINSSON F. 4. ágúst 1939 D. 6. febrúar 1983. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Með þessuni minning- arorðum er kvaddur ungur maður í blóma lífsins. skyndilega kallaður burtu. Varla nokkur tími til þess að kveðjast. Við trúum því. kristnir ntenn. að dauðinn sé aðeins stig- brevting til æðra og betra lífs. Við. sem eftir lifum. kveðjum því ástvin og vandamann að sinni. Halldór Baldur Kristinsson fæddist hér á Siglufirði 4. ágúst 1939. sönur hjónanna Sigurbjargar Sigmundsdóttur og Kristins Jóa- kimssonar. Sigurbjörg er enn á lífi. en Kristinn lést fyrir nokkrum ár- um. mesti dugnaðar- og sóma- maður. Halldór var því aðeins 43 ára. þegar kallið rnikla kom. sem allir verða að hlýða. Hann var aðeins 16 ára gamall er hann hóf nám í mál- araiðn hjá Herberti Sigfússyni. Sveinsprófi lauk hann tvítugur að aldri. en meistarabréf fékk hann í iðn sinni 1966. Halldór. sem gekk undir nafninu Gósi málari. þekktu allir Siglfirð- ingar af dugnaði hans og sam- viskusemi í starfi og rósemi í allri framkomu. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og þá til annarra um leið. Halldór þótti góður fag- maður og var því eftirsóttur til vinnu. Hann var að eðlisfari hlé- drægur og feiminn. en undir skel- inni var hann traustur félagi og vinur vina sinna. sem hægt var að treysta í hvívetna. Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Björg Jóhannsdóttir. Þau eign- uðust fjögur börn. sem eru: Kristinn vélstjóri kvæntur Jófríði Hauksdóttur og eiga þau eitt barn. Björgu Ágústu. Guðmundur Óm- ar. sem stundar málaraiðn. Jóhann Kristján og Lindu Sigurbjörgu. Halldór var mikill fjölskyldu- ntaður og því heimakær maður sem sagði „heima er best“. Þessi mvndarlega fjölskylda átti sér draum og takmark sem rættist á s.l. sumri. er þau fluttust í nýtt einbýl- Lshús að Norðurtúni 21. Mikið var unnið. dagur og nótt runnu saman, en markmiðið sem stefnt var að. varð að veruleika. Björg eiginkona hans. börnin og Framhald á 6. síðu Það leit ekki vel út á s.l. hausti að Lagmetisiðjan Sigló- síld fengi leyfi til að afla sér hráefnis upp í þá samninga á gaffalbitum til Sovétríkjanna, sem Sölustofnun lagmetis taldi sig hafa loforð fyrir og samn- inga að nokkru leyti. Hversu horfurnar voru slæmar í þess- um efnum kemur best fram í fundargerð atvinnumálanefnd- ar bæjarins frá 23. nóv. 1982, en þar segir: „Hannes Baldvinsson stjórn- arformaður Siglóverksmiðj- unnar ræddi um markaðshorf- ur gaffalbitasölu til Sovétríkj- anna og samdrátt á undanförn- um árum, ásamt verðstefnu, og sagði það því rniður ekki gefa tilefni til kaupa á hráefni til vinnslu í ár. Hannes vildi ekki leggja neinn dóm á skýrslu Pálma, sem hann var fyrst að sjá núna, þar sem hann hafði ekki haft tækifæri til að kynna sér for- sendur. Hannes sagði það sína skoðun, svo og formanns nefndar, sem var með athugun á málefnum Lagmetisiðjunnar Siglósíld, að ef hér í Siglufirði væru einhverjir aðilar, sem treystu sér til að fara í söitun á síld og vinnslu hennar. stæði þeim til boða afnot af verk- smiðjunni og vélakosti henn- ar.“ Það má segja, að þarna hafi komið fram sjónarmið Guð- rúnar HalÍgrímsdóttur, en hún fer með málefni verksmiðjunn- ar í lðnaðarráðuneytinu f. h. iðnaðarráðherra. Nokkru seinna ræddu þrír stjórnarmenn við forráðamenn Sölustofnunar lagmetis um gaffalbitasölu til Sovétríkjanna og fullyrtu þeir að söluhorfur hefðu sjaldan verið betri og vildu þeir fá skýr svör um hrá- efnisöflun Siglósíldar, annars yrði að flytja kvótann, sem verksmiðjan ætti að fá, yfir til Kristjáns Jónssonar & Co., Ak- ureyri. Þann 29. nóv. 1982 óskuðu þau Steinunn Bergsdóttir og Jóh. G. Möller við formann eftir fundi í stjórninni um aftir- farandi tillögu: „Leggjum til að Lagmetisiðj- unni Siglósíld verði heimiluð söltun. á forsendum, sem framkv.stjórinn Pálmi Vil- hjálmsson hefur gert Atvinnu- málanefnd Siglufjarðar grein fyrir skriflega". (Skýrsla Pálma fjallaði um söltun á vegum verksmiðjunnar hér á staðnum). Nú fóru málin að taka nýja og betri stefnu. Formaður samdi við S.R. um söltun og tryggði þannig í byrjun verk- smiðjunni 1200—1300 tunnur og síðan hafa verið saltaðar hjá S.R. 2000 tunnur eftir áramót- in. Um afskipti og liðsinni iðn- aðarráðuneytisins fara ekki margar sögur. Hins vegar verð- ur það að segjast að fjármála- ráðherra hefur bætt það upp sem iðnaðarráðuneytið van- rækti og án hans aðstoðar hefði ekkert gerst í þessum málum og ekkert hráefni verið keypt. Á Raufarhöfn voru saltaðar 1400 tunnur, þannig að fyrir verksmiðjuna hafa verið salt- aðar 4500—4700 tunnur, sem ætti að tryggja stöðuga vinnu í 7—8 mánuði. Það er vitað að fjárhagsaf- koma verksmiðjunnar er mjög slæm, sem margar orsakir eru fyrir, vélar úreltar, óhagkvæm lán, framleiðsla einhæf, of stuttur vinnutími og fasta- kostnaður því mikill, slæm nýt- ing hráefnis og dósavogir gamlar og ónákvæmar. Það er mikið og stórt verkefni sem bíður stjórnenda fyrir- tækisins að endurskipuleggja vinnsluna og taka upp nýjar framleiðslugreinar og er það mikil gleðifregn að í þessari viku hófst hjá verksmiðjunni niðursuða á rækju. Verksmiðj- an á til vinnslu 100 tonn af frystri rækju, sem gefur í út- flutningsverðmæti 4.2 millj. kr. Það er vissulega kominn tími til þess að þeir í iðnaðarráðu- neytinu, sem fara með málefni verksmiðjunnar, láti af sinnu- leysi sínu og hroka, því það hlýtur að vera verðugt verkefni að koma Sigloverksmiðjunni á rekstrarhæfan grundvöll, en til þess þurfa þeir aðilar, sem fara með málefni verksmiðjunnar, að vinna saman. En slík sam- vinna hefur ekki verið til staðar hingað til. DÁNARMINNING HANNES SÖLVASON r. 6. januar 103 D. 4. janúar 1983. Hannes Þorvaldur Sölvason var fæddur 6. janúar 1903 að Kjartansstaðakoti í Lýtingsstaða- lireppi í Skagafirði. Hann lést á Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík þann 4. janúar og vantaði því að- eins tvo daga á áttatíu árin. For- eldrar Hannesar voru hjónin Sigurlaug Björnsdóttir og Sölvi Jó- hannsson. bóndi og landpóstur, víðfrægur fyrir dugnað sinn og þrek í því starfi. Þau hjónin, Sigur- laug og Sölvi, eignuðust sextán börn. en ellefu þeirra komust upp. Árið 1924 flultu Sölvi og Sigur- laug til Siglufjarðar með fjölskyldu sína. Fyrst eftir komuna hingað stundaði Hannes alntenna verka- mannavinnu. Hann var um skeið vörubifreiðastjóri og var hann með þeini fyrstu hér á Siglufirði. í ára- raðir var Ha-nnes eftirsóttur verk- stjóri við síldarsöltun og starfaði m. a. hjá Ingvari Guðjónssyni, Hafliða h.f., Kaupfélagi Siglfirð- inga og Vigfúsi Friðjónssyni. 1 þessu erilsama starfi þótti hann með eindæmum laginn og hygginn Framhald á 6. síðu

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.