Neisti - 15.04.1983, Blaðsíða 3

Neisti - 15.04.1983, Blaðsíða 3
NEISTI 3 Skakkaföll í húsnæðismálum Núverandi lánakerfi í hús- næðismálum er að stofni til orðið hátt í þrjátíu ára gamalt. Lögum um Húsnæðismála- stjórn og Húsnæðismálastofn- un hefur þó verið breytt nokkrum sinnum á þessum tíma, og síðast 1980. Sú laga- breyting hafði verið vel undir- búin árin áður og var með r henni m. a. stefnt að verulegri hækkun lána til kaupa og bygginga á íbúðum, en undan- , farandi ár höfðu þessi lán farið lækkandi, mest vegna vaxandi verðbólgu. Alþingi, undir forustu nú- verandi sijórnar, afnam hins vegar einn aðal tekjustofn þessa hluta lánakerfisins og þar með forsendur fyrir hækkun lána. Lán hafa því lítið breyst að raungildi síðustu ár. Til þess að geta greitt lánin með svipuðum hætti og undanfarin ár hefur orðið að taka yfirdráttarlán hjá Seðlabanka íslands, en endur- greiðsla hlýtur að dragast frá því fé, sem til ráðstöfunar verður á næstu árum til íbúðarlána. Einnig hefur af sömu ástæðum orðið minna úr ýmsum góðum áformum varð- andi lán til nýrra verkefna, sem heimiluð voru með þessum lögum. BREYTTAR ÁHERSLUR — SLÆMUR UNDIRBÚNINGUR í stað almennra íbúðarlána ákvað Alþingi að leggja aðal- áherslu á byggingu verka- mannabústaða, og voru lán byggingarsjóðs verkamanna til hverrar íbúðar hækkuð mikið. Jafnframt var bætt við eldri áætlun um byggingu leigu- og söluíbúða, en samkvæmt henni hefði átt að hefja smíði á hátt í tvöhundruð íbúðum á árunum 1980 og’81. Margar þeirra voru þó byggðar sem verkamanna- bústaðir, en einnig var hafin smíði margra annarra íbúða, ýmist sem framhald af áður ákveðnum verkamannabústöð- um, eða alfarið eftir nýju lög- unum. Þegar kom fram á árið 1982 fór að bera á því að ekki var til nægilegt fjármagn til allra þessara framkvæmda og varð að draga mikið úr þeim, enda hafði aldrei verið kannað hve margar - íbúðir mætti byggja fyrir það fé sem til ráðstöfunar var. Þannig varð slæmur undir- búningur til þess að miklu færri verkamannabústaðir voru byggðir en talað hefur verið um, og raunar vafasamt hvort nokkur aukning hefur í raun orðið á byggingu svokallaðra félagslegra íbúða frá því sem áður var. MISTÖK í LAGAGERÐ Við lagabreytinguna 1980 voru lán til verkamannabú- staða stórhækkuð eins og áður sagði, auk þess sem vextir voru lækkaðir og ýmsum ákvæðum um endursölu breytt þannig, að jafna má til að þessar íbúðir hafi verið settar á stórútsölu. Þeir sem eiga þess kost að kaupa þessar íbúðir þurfa að fullnægja vissum skilyrðum, sem þó eru ekki þrengri en svo, að mjög margir fullnægja þeim. Mikill fjöldi umsækjenda um íbúðir í verkamannabústöðum segir því lítið til um þörf fyrir húsnæðishjálp af þessu tagi. ÓÆSKILEGAR AFLEIÐINGAR Stóraukin bygging svokall- aðra félagslegra íbúða á síðasta áratug hefur einnig haft önnur og óæskilegri áhrif. Mjög miklu af takmörkuðu lánsfé verið veitt í mjög fáar íbúðir, og þannig komið fáum til góða. Vegna þeirra hefur einnig lagst af vísir að byggingum íbúða á vegum sjálfstæðra byggingar- fyrirtækja sem víða voru komin á legg, en þessar íbúðir voru oft þær ódýrustu, sem fáanlegar voru. Fyrirtækin sem byggðu þessar íbúðir hafa því orðið að draga saman seglin og snúið sér að öðrum verkefnum. ÞÖRFENDURBÓTA Eins og hér hefur verið rakið lauslega hafa illa undirbúnar ákvarðanir síst orðið til þess að bæta ástandið í húsnæðismál- um. Þessu þarf að breyta og endurskipuleggja allt kerfið frá grunni með það að markmiði, að einstaklingar geti eignast hentugt húsnæði hvar sem þeir kjósa að búa á landinu. Slíkt verður sjálfsagt ekki gert í einu vetfangi, en byrja verður á að móta þær leiðir, sem farnar verða til að fjármagna fram- kvæmdirnar. Unnt ætti að vera að einfalda það flókna kerfi sjóða, stjórna og stofnana, sem nú sér um lánveitingar til húsnæðismála, þ. á m. að leggja niður níu manna Húsnæðismálastjórn sem á sínum tíma var komið á til þess að skammta takmarkað lánsfé til „réttra" aðila, en hefur nú nær engu hlutverki að gegna, þar sem flestöll lán eru afgreidd eftir föstum reglum. Samhliða þessu þyrfti að hækka lán til íbúðarbygginga sem jnfnast til allra og lengja lánstímann verulega, enda eru öll þessi lán nú orðin verð- tryggð, og hafa verið það í nokkur ár. Fjármagn til þessara lána ætti að vera unnt að fá með auknum sparnaði innanlands. Þegar fjármagn til bygginga- framkvæmda verður tryggt mun byggingakostnaður lækka, bæði vegna þess að fram- kvæmdir taka þá styttri tíma, auk þess sem unnt verður að skipuleggja þær betur en nú er og nýta betur nútíma bygg- ingaaðferðir. Frétt frá Hvammstanga Föstudaginn 11. mars s.l. var stofnuð deild í Landssamtök- unum um jafnrétti milli lands- hluta hér í Vestur-Húnavatns- sýslu, á fundi, sem haldinn var í Félagsheimilinu á Hvamms- tanga. Pétur Valdimarsson, Akur- eyri, mætti á fundinum og hafði framsögu. Fjallaði hann um það mikla misrétti, sem ríkir milli landshluta í ýmsum mál- um. Einnig benti hann á fyrir- komulag kosningalaga í ná- grannalöndunum, en þar er at- kvæðisréttur ekki jafn. Er þar tekið tillit til ýmissa dreifbýlis- sjónarmiða, þó með ýmsu móti sé. Síðan urðu almennar um- ræður og stjómarkjör. Eftir- taldir menn hlutu kosningu: Form. Aðalbjöm Benediktsson, Hvammstanga. Ritari Hólmfríður Bjamadóttir, Hvammstanga. Gjaldk. Bjöm Sigvaldason, Litlu Ásgeirsá. Meðstjómendur: Sveinn Benónýsson, Hvammstanga og öm Bjömsson, Gauksmýri. Fundarstjóri var Sveinn Benónýsson. Verðbólguhraðinn kominn í 100%. Seðlabanki Islands hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir aprílmánuð og er hún 569 stig, og hefur því hækkað um 5,96% frá marsmánuði, þegar hún var 537 stig. Á síðustu 12 mánuðum hefur lánskjaravísitalan hækkað úr 335 stigum í 569 stig, eða um 70%. Sé verðbólguhraðinn fram- reiknaður miðað við lánskjara- vísitölu næstu 12 mánuði, verður hann 100,3%. Þetta eru nýjar stærðir, sem aldrei hafa sést hér áður. Þetta er afleiðing af stjórnleysi ríkis- stjómarflokkanna. Hvað segið þið Ragnar og Pálmi, eða Eykon? Að ekki sé nú talað um niðurtalninga- flokkinn Framsókn? Þetta dæmi sýnir að niður- talningin er eingöngu á iífs- kjörum. FRAMBOÐSFUNDIR f Norðurlandskjördæmi vestra hafa verið ákveðnir sem hér segir: Þriðjudag 12. apríl á Skagaströnd Miðvikudag 13. apríl á Hvammstanga Fimmtudag 14. apríl á Blönduósi Sunnudag 17. apríl i Miðgarði Mánudag 18. apríl á Siglufirði Þriðjudag 19. april á Hofsósi Fimmtudag 21. apríl á Sauðárkróki Fundirnir hefjast allir kl. 2030, nema fundurinn í Miðgarði, sem byrjar kl. 15. Ræðutimi hvers lista er 30 minútur í þrem umferðum. Ræðutími í fyrri tveim umferðunum er 20 mínutur samtals, og mcga ræðumenn flytja tíma á milli þeirra umferða, en í sfðustu umferð er hámarks- ræðutfmi hvers flokks 10 mínútur. FRAMBJÓÐENDUR /V\iðier MÖGULHKI Fjöldi stórvinninga á nýju happdrættisári Mánaðarlega verður dregið um íbúðarvinning; 8-10 bílavinninga; 25 ferðavinninga og hundruð húsbúnaðar- vinninga. Aðalvinningurinn sem jafnframt er stærsti vinningur á einn miða hérlendis er húseign að eigin vali fyrir 1.5 millj. króna (dregið út í apríl '84). 11 íbúðavinningar 100 bílavinningar 300 ferðavinningar á 400 þús. kr. hver. á 75 þús. kr. hver. á 25 þús. kr. hver. HAPPDRÆTTl '83-84

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.