Neisti - 15.04.1983, Blaðsíða 7

Neisti - 15.04.1983, Blaðsíða 7
NEISTI 7 B ókmennt abr o t.... ... úr œfisögu Jóhönnu Egilsdóttur: „Níutíu og níu ár“. Gylfi Gröndal skráði. En í þá daga unnu ckki aðeins karlmcnn á eyrinni — I lieldur einnig konur. Það var ekki óalgengt að sjá konur rogast með kola- eða saltpoka á bakinu við hlið karlmanna. Ekki^höfðu þær þó sama kaup (jg þeir, þrátt lyrir sömu vinnu. Nei, kaup karla var 25 aurará tímann, en kvennakaupið ekki nema 12 aurar. Og cnginn var malartíminn og því síður kaíf itími; rétt aðcins tími til að gleypa í sig matinn undir eftirliti verkstjóra, sem gætti þess vandlega, að rnaturinn væri ekki of' vcl tugginn — sveitnér þá. Sú stétt kvenna, sem vinnukonur nelndist, hatði 5 krónur í Iaun á mánuði. En svo skammt voru þessar konur Irá því að geta talizt ambátlir luisbænda sinna, að þrer voru sendar á eyrina eða i liskvinnu — ekki fyrir þessa 12 aura á timann, ónci, heldur sitt lasta mánaðarkaup sem vinnukonur. Siðan hirtu húsbænd- urnir tímakaupið, scm þæt höfðu unnið fyrir við höln- ina eða á fiskreitunum. Fiskbrciðsla og fiskþvottur er sá þáttur íslenzks at- vinnulífs, sem vcrknkonur hafa slundað mcst. Og aðbúnaðurinn við liskvaskið var svo hörmulegur, að fullyrða má, að margar konur hali beðið varanlcgt heilsutjón í þeirri vosbúð, sem þær máttu þola. Á vetrin var aðkoma kvcnna í fiskhúsinu of t sú, að ! þær urðu að byrja á að brjóta klakann, sem set/.t hafði í þvottakörin um nætur. Síðan hófst þvotturinn í ■ ísköldu \atni og óupphituðuin húsakynnum. Ilugsaðu þér að þurfa að fara með hcndurnar ofan í jökulkalt vatnið — og vcra í því liðlangan daginn! Það var ekki að undra, þótt stundum liði yfir stúlk- u rnar. Við skulutn kalla til fáein vitni máli mínu til sönnunar. Steinunn Þórarinsdóttir, vinkona mín, segir: ,,Ég réðist í fiskverkunarstöðina a Innra-Kirkju- sandi. Þarna var ákvæðisvinna. Við fórum á fætur klukkan 6 að morgni og hættum klukkan 6 síðdegis. Matmálstími var klukkan 2-3. Þá var nær alltaf soðning. Við hömuðumst allan daginn við að þvo fisk- inn, rennblautar af ísköldu vatninu upp að olnboga og kengbognar yfir körunum." Og Ólafur á Oddhóli lýsir fiskvaskinu á þessa leið: „Kjörin hjá þessu kvenfólki, sem vaskaði fiskinn, voru agaleg. Þar á meðal voru margar konur, sem áttu börn, en höfðu enga fyrirvinnu. Þær tóku börnin með sér í vinnuna á morgnana; um annað var ekki að ræða, því að þá voru ekki barnaheimilin. Sum börnin voru mjög ung, allt niður í þriggja eða fjögurra ára. Þau stóðu svo þarna hjá mæðrum sínum í ísköldum húsunum.” Og loks vinkona mín, Hreiðarsína Hreiðarsdóttir: Vinnulilhögun var sú, að fyrsl á morgnana var unnið um eina og hálfa klukkustund við að taka fisk úr þurrkinum og setja í að nýju. Síðan var vaskað eftir því sem dagsbirtan levfði. Loks var að kvöldinu unnið aftur eina og hálfa klukkustund við að taka fisk úr þurrkinuin og setja nýjan í. Húsþurrkaðan fisk þurfti að pressa með grjóti, og máttum við bera grjót a fiskhlaðana. Þegar fullþurrt var, hófst pökkun fiskjarins. Fiskinum var ekið á fjór- . hjóluðutn vögnum, scm gengu á spori, og voru fjórar konur með hvern vagn. Mátti ekki á milli sjá, hvort erfiðara var að ýla vagninum hlöðnum upp í móti af bryggju í fiskhús eða halda aftur af honum full- hlöðnum. Opnir koksofnar voru notaðir tii að hita upp þurrkhúsið, en ekki var kveikt upp í þeim milli jóla og nýárs. Samt var fisknum ekið inn i húsið. Veturinn 1915-16 vorum við svo óheppnar, að þegar \askið hófst, gerði 15 sliga frost og fraus þá illa á kö runum. ísinn, sem við þurftum að brjóta, áður en vaskið gat hafizt, var 1-1,5 cm þykkur á morgnana. Það var helzt að blessað kaffið héldi í okkur lífinu. Kannan var hiluð á plötu vfir koksofninum, og annan hvern klukkutíma færðu þær okkur kaffi, konurnar sem unnu uppi við. Aðbúnaður á vinnustað var einkamál vinnuveitand- ans. Vanliús var ekkci t ncma fiaran.'' Nýtt fiskiðjuver tekið í notkun á Siglufirði Laugardaginn 19. mars s.l. var nýtt fiskiðjuver Þormóðs ramma hf. á Siglufirði tekið í notkun við hátíðlega athöfn, þar sem saman var kominn fjöldi gesta. Athöfnin hófst á því að Hin- rik Aðalsteinsson stjórnarfor- maður lýsti byggingarsögu hússins, þar sem fram kom m. a. að ákvörðun um stofnun nýs fiskvinnslu- og útgerðarfé- lags var tekin 1971. Árið 1972 voru lóðir fengnar, þar sem úð- ur var síldarverksmiðjan Rauðka, sem rifin var niður, og hafist handa um byggingu hins nýja fiskiðjuvers. Um svipað leyti var hafist handa um bygg- ingu nýrrar togarabryggju, spölkorn frá húsinu. ’ Árið 1974 var lokið við byggingu austasta hlutans, þ. e. frystiklefans. Síðan skeði ekkert í byggingu hússins, eða þar til 1978 að húsið sjálft var komið undir þak. Aftur kom kafli þar sem lítið var gert, eða þar til um áramótin 1981 -’82, þegar hafist var handa af fullum krafti með lokasprettinn, sem staðið hefur yfir til þessa tíma, að húsið hefur verið tekið í notkun. Siglfirskir iðnaðarmenn hafa unnið svo til allt þetta verk. Við opnun hússins nú í mars er langþráðu takmarki náð í at- vinnusögu Siglufjarðar. Afkastageta nýja hússins verður um 50% meiri en þess gamla, en mannaflaþörf aðeins 20% meiri. Fiskiðjuverið er mjög vel tækjum búið og er eitt fullkomnasta fiskiðjuver lands- ins að mati sérfróðra manna. Heildarbyggingarkostnaður er ca. 65 millj. kr, sem er 1/3 af byggingarkostnaði nýs skuttog- ara. Núverandi stjóm Þormóðs ramma hf. skipa: Hinrik Aðal- steinsson formaður, Kristján L. Möller varaformaður, Haukur Jónasson ritari, Sverrir Sveins- son, Sigurður Finnsson, Sig- tryggur Sigurjónsson og Þórður Vigfússon. Fjórir fyrst töldu skipa framkvæmdaráð. Fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma hf. er Sæmundur Árelíusson. S, i rM m 1 l m Mikki og Bóbó við frystitækin FRÁBÆRIR! Þessir þrír skíðagöngumenn hafa í vetur skipst á að vera í þrem efstu sætum í sínum ald- ursflokki á skíðamótum vetrar- ins. Frá vinstri Steingrímur Óli Hákonarson, Islandsmeistari í göngu, Ólafur Valssi .i, sem varð númer þrjú, og Baldvin Kárason sem varð nr. tvö. Þessir drengir skipuðu svo boð- göngusveit Siglufjarðar í flokki 15—16 ára og sigruðu með glæsibrag. Siglfirðingar binda mjög miklar vonir við þessa drengi, og hvetja þá til að halda áfram á sömu braut. Á myndina vantar Karl Guðlaugsson, sem varð í fjórða sæti á íslandsmót- inu, og sem hefur tekið miklum framförum í vetur, þrátt fyrir skólavist í Reykjavík.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.