Neisti - 15.04.1983, Blaðsíða 8

Neisti - 15.04.1983, Blaðsíða 8
Flokkur nýrrar kynslóöar x A BETRI LEIÐIR BJÓÐAST ALÞÝÐUFLOKKURINN VILL GERBREYTTA STEFNU í EFNAHAGSMÁLUM ÞAÐ SEM ÞARF: — Afkomuöryggi — Ný atvinnustefha — Uppstokkun í ríkisbúskap — Abyrg samskipti Afkomuöryggi Ánæstu misserum verður að brjótast úr verðbólgufarinu, draga úr erlendri skuldaaukningu og tryggja atvinnu. 1. í stað hins úrelta vísitölukerfis, komi samningur um launaþróun, lágmarks- laun og lífskjaratryggingu. Vísitölukerfið hefur gengið sér til húðar. Það á að leysa af hólmi með lífskjaratryggingu: — Afkoma heimilanna verði varin með greiðslu sérstakrar fjölskyldutryggingar. — Tekin verði upp afkomutrygging, fyrir þá er við lökust kjör búa og hún greidd launafólki sem ekki nær tilteknum lágmarkslaunum. 2. Atvinnulífið fái eðlileg rekstrarskil- yrði svo að vel rekin fyrirtæki þurfi ekki að lifa á bónbjörgum. 3. Erlendar lántökur verði takmarkaðar. 4. Húsnæðislán til að kaupa fyrstu íbúð, verði tvöfölduð og kaup-leigufyrirkomu- lag innleitt. 5. Greiðslubyrði lána ráðist af tekjuþró- un, svo að vinnutíminn sem þarf til að standa undir afborgunum fari ekki vaxandi. 6. Almennt sparifé verði verðtryggt, þannig að bankar skili .raunvirði til sparifjáreigenda og skuldakóngar hætti að arðræna fólk. Alþýðuflokkurinn vill nýjar leiðir í efnahagsmálum Ný atvinnustefna Ný störf og atvinnu handa öllum, á að tryggja með því að veita nýsköpun atvinnulífsins, þeim fjarmunum, sem eytt er í óarðbærar framkvæmdir, óhagkvæman togara- innflutning lán til hallærisrekstrar og óhóflegar út- flutningsbætur. # Smáfyrirtæki fái eðlilegan aðgang að rekstrarfé og allar atvinnugreinar njóti jafnræðis í skattamálum og lánamarkaði. # Stjómun fiskveiða verði tekin til endurskoðunar svo að afrakstur fiskistofna sé tiyggður. # Orvinnsluiðnaður í sjávarútvegi og landbúnaði fái að dafna. # Orka landsins verði nýtt til atvinnuuppbyggingar í samræmi við markaðsmöguleika. # Nýtækniiðnaður, fiskirækt og nýjar búgreinar njóti vaxtarskilyrða. # Eftirlit verði tekið upp með óeðlilegri, erlendri sam- keppni við islenzka framleiðslu. # Rikið og opinberar stofnanir kaupi ávallt íslenzkan iðnvaming, þegar þess er kostur. # Endurmenntun verði efld m.a. til auka vöruvöndun og framleiðni. Uppstokkun í ríkisbúskap # Framkvæmdastofnun verði lögð niður en byggðaáætlanir gerðar til að treysta byggðina í landinu. Ríkisfjármál og skattamál verði stokkuð upp og ráðist gegn spillingu. # Tekjuskattur ríkisins af almennum launatekjum verði afnuminn í áföngum. Virðisaukaskattur komi í stað söluskatts. Skattadómstóli verði komið á fót og skatt- eftirlit eflt til að spoma gegn skattsvikum. Taka á upp staðgreiðslu skatta. # Tolla- og aðflutningsgjaldakerfið á að endurskoða og einfalda. # Samræmdu lífeyriskerfi verði komið á fyrir alla landsmenn. # ráðist verði gegn óráðsíu og sukki í op- inberum rekstri og komið á sérstöku eftir- litsráði til að sækja slík mál. Þingmenn sitji ekki í bankaráðum og sjóðstjómum. Ábyrg samskipti Ábyrgðin verði sett í öndvegi að nýju, þannig að sérhver aðili beri ábyrgð á eigin ákvörðunum, en samtryggingarkerfi ábyrgðarleysis verði rofið. Atvinnurekstur standi á eigin fótum, án bakábyrgðar ríkisins. Fjárfestingarfé fari í að skapa arðbær störf: # Aðilar, sem ákveða fiskverð, beri ábyrgð á ákvörðunum sínum án ávísunar á ríkið. # Verðlagskerfi Iandbúnaðarins á að end- urskoða, gera vinnslustöðvar viðskiptalega ábyrgar og afnema útflutningsbætur í áföngum. # Verðmyndunarkerfi í landinu verði breytt þannig að ábyrgð og ákvörðun fylgist að. Verðlagsfræðsla, neytendavemd og eftirlit með einokun, verði stóraukin. # Fjárfestingasjóðir verði sameinaðir og þeim settar nýjar starfsreglur. # Dregið verði úr sjálfvirkni ríkisfram- laga og ríkisstofnunum fengið efnahags- legt sjálfstæði. # Sveitafélögin fái aukið sjálfforræði um leið og þau axla ábyrgð á eigin ákvörðun- um. # Ábyrgð og umhyggja fyrir frambúðar- hag ráði í umgegni okkar við landið og miðin.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.